Gjaldskrá afnotaleyfis

Útgáfa afnotaleyfis af borgarlandi Reykjavíkurborgar.

Gjaldskrá 2024

Lýsing Verð kr.
Umsýslugjald 14.900
Umfangsflokkur 1 - Minniháttar aðstöðusköpun 38.600
Umfangsflokkur 2 - Meiriháttar aðstöðusköpun og viðburðir 482.500
Umfangsflokkur 3 - Minniháttar framkvæmdir 241.250
Umfangsflokkur 4 - Meiriháttar framkvæmdir 772.000
Umfangsflokkur 5 - Litlir viðburðir eða minniháttar viðhald 0

 

Gjaldskráin gildir fyrir eitt afnotaleyfi gefið út að hámarki eins árs í senn.

 

Hvað þýða flokkarnir?

Umfangsflokkur 1

Talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur.

Umfangsflokkur 2

Verulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem stærri aðstöðusköpun, -viðburðir eða -kvikmyndatökur.

Umfangsflokkur 3

Talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna rofs á yfirborði borgarlands svo sem minniháttar framkvæmd vegna viðhalds og lagnavinnu.

Umfangsflokkur 4

Verulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna rofs á yfirborði borgarlands svo sem þétting byggðar, meðal stór og stærri framkvæmdasvæði.

Umfangsflokkur 5

Óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðar, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/garða. Ekki er innheimt umsýslugjald í þessum flokki.