Akstursþjónusta eldri borgara

Akstursþjónusta eldri borgara er fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem eru 67 ára eða eldri, búa sjálfstætt og eru ófærir um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki.

  • Loftmynd af Reykjavík.
    Sumarloftmynd af Reykjavík.
  • Vetur í borg.

Með langvarandi hreyfihömlun er átt við að lágmarki 3ja mánaða hreyfihömlun þar sem talið er að þá sé liðinn það langur tími að ætla megi að kostnaður vegna ferða hafi áhrif á fjárhag viðkomandi.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Umsókn um akstursþjónustu eldri borgara skal berast til þjónustumiðstöðvar í því hverfi þar sem umsækjandi býr. Skal umsóknin metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér almenningssamgöngur og/eða aðra ferðamöguleika.

Það er einfalt að endurnýja beiðni með því einu að hafa samband við þjónustumiðstöð í þínu hverfi.

Þegar umsækjandi hefur fengið samþykkta umsókn getur hann snúið sér beint til rekstraraðila.

Sjá reglur um akstursþjónustu.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Almennum kvörtunum/ábendingum er hægt að koma á framfæri símleiðis eða í móttöku á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, einnig velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Ákvörðun um synjun á akstursþjónustu eldri borgara má skjóta til velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og ekki síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Ákvörðun velferðarráðs má kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Skal það gert ekki síðar en þremur mánuðum frá því að viðkomandi barst vitneskju um ákvörðun.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

14 + 6 =