Tjarnarsalur

Tjarnarsalur Ráðhússins er salur fólksins, Reykvíkinga og gesta borgarinnar jafnt innlendra sem erlendra. Hann er hluti af opnu rými Ráðhússins sem ætlað er almenningi og þar eru haldnir ýmsir viðburðir sem gestir geta sótt.

Um Tjarnarsal

Tjarnarsalur er leigður út fyrir fjölþætta starfsemi og er þar helst um að ræða ýmsa viðburði svo sem tónleika, listsýningar, ráðstefnur, smærri fundi, kynningar, móttökur og margt fleira.

Tjarnarsalur austur

Er leigður út fyrir fjölbreytta viðburði. Sækja þarf um að fá salinn leigðan og fylla þarf út nákvæma lýsingu á viðburðinum sem fara á fram í salnum.

Tjarnarsalur vestur

Íslandslíkanið er í Tjarnarsal vestur nema þegar salurinn er leigður fyrir viðburði. Íslandslíkanið hefur í gegnum tíðina verið mikið aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda gesti.

Frekari upplýsingar veitir viðburðastjórn Ráðhússins og þurfa fyrirspurnir að berast skriflega á netfangið vidburdastjorn@reykjavik.is. Öllum erindum er svarað eftir vikulegan fund viðburðastjórnar.

Íslandskortið

Árið 1985 hófst á vegum Reykjavíkurborgar vinna við gerð líkans af hluta Íslands. 

 

Kortið var til sýnis á tæknisýningu í Borgarleikhúsinu sem haldin var í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur árið 1986 og vakti mikla athygli. 

 

Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.

 

Íslandslíkanið er mjög vinsælt og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn bæði Íslenska og erlenda.

Íslandskortið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Hjónavígslur í Ráðhúsi

Hægt er að leigja rými fyrir hjónavígslur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um er að ræða tvo sali á þriðju hæð í norðurhluta Ráðhússins, Turn og Tjarnarbúð ásamt rými í Tjarnarsal.

 

Rými fyrir hjónavígslur í Ráðhúsi Reykjavíkur er til leigu mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga milli kl. 10:00-15:00. Miðað er við að athöfnin taki að hámarki eina klukkustund og fari fram standandi.