Ráðhús, viðburðastjórn

Teikning af álft í tjörninni fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur.

Viðburðastjórn Ráðhússins tekur ákvarðanir sem varða rekstur Ráðhússins, nýtingu Tjarnarsalarins til listsýninga og fleira. Í Ráðhúsinu eru alla jafna fjölmargir viðburðir í hverjum mánuði.

Helstu verkefni:

  • Afgreiðir beiðnir um afnot af Tjarnarsalnum og öðrum húsakosti Ráðhúss í samræmi við reglur þar að lútandi.
  • Afgreiðir beiðnir um leigu á rýmum í Ráðhúsi vegna hjónavígslna.
  • Afgreiðir beiðnir um þátttöku Reykjavíkurborgar í viðburðum og uppákomum í Tjarnarsal og öðrum húsakosti Ráðhúss.
  • Afgreiðir ýmis erindi er varða húsakost Ráðhússins, t.a.m. vegna flöggunar, lýsingar og merkinga.
  • Veitir umsögn um afgreiðslur á beiðnum um umfangsmiklar móttökur borgarstjóra  eftir atvikum.
  • Veitir umsögn um aðkomu borgarinnar að viðburðum/uppákomum eftir atvikum
  • Ber ábyrgð á að reglum um Tjarnarsal sé framfylgt og leggur til endurskoðun á þeim eftir þörfum.

 

Viðburðastjórn skipa:

  • Hulda Gunnarsdóttir, fulltrúi samskiptateymis (formaður). 
  • Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, fulltrúi viðburðateymis og viðburðastjóri Ráðhúss.        
  • Magús Sigurðsson, fulltrúi húsvörslu.
  • Margrét Berg Sverrisdóttir, fulltrúi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, starfsmaður viðburðastjórnar. 
  • Tinna Garðarsdóttir, fulltrúi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara (formaður).  Í leyfi.

Tjarnarsalur