Þjónustuíbúðir

Teikning af byggingum, bíl, hjóli og hlaupahjóli.

Þjónustuíbúðir eru leiguíbúðir fyrir fólk 67 ára og eldra þar sem íbúar fá þjónustu í samræmi við þarfir þeirra. Íbúðirnar eru fyrir fólk sem þarf meiri stuðning en hægt er að veita á heimili þeirra. Boðið er upp á félagsstarf og fullt fæði.

Á ég rétt á þjónustuíbúð?

Til að eiga rétt á þjónustuíbúð þarft þú að:

  • Vera 67 ára eða eldri.
  • Eiga lögheimili í Reykjavík og hafa átt það síðustu 12 mánuði.
  • Fá mat um að vera í þörf samkvæmt matsviðmiðum reglna um félagslegt leiguhúsnæði.

Hvernig sæki ég um þjónustuíbúð? 

Þú sækir um þjónustuíbúð á rafrænan hátt á Mínum síðum.

Einnig er hægt að fylla út umsókn á PDF-formi og senda á VELumsokn@reykjavik.is eða skila á miðstöð í þínu hverfi.

Ef þig vantar frekari ráðgjöf þá getur þú bókað símtal frá ráðgjafa

Hvað gerist næst?

Eftir að umsókn berst er þér boðið í viðtal til ráðgjafa sem leggur formlegt mat á hvort öll skilyrði séu uppfyllt. Matið er unnið í náinni samvinnu við þig og tekur meðal annars mið af andlegu og líkamlegu heilsufari. Einnig er litið til félagslegra aðstæðna og núverandi húsnæðis. Umsókn er í kjölfarið samþykkt eða synjað.

Ef þjónustuþörf er metin meiri en svo að hægt sé að koma til móts við hana í þjónustuíbúð er þér leiðbeint um að óska eftir færni og heilsufarsmati og sækja um hjúkrunarheimili.

Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.

Samþykktar umsóknir fara á bið eftir úthlutun húsnæðis. Þar til úthlutun fer fram færð þú upplýsingar um þá þjónustu sem þér stendur til boða. Hafir þú ekki fengið húsnæði innan árs frá því umsókn var samþykkt hefur ráðgjafi samband. Í samtalinu er umsókn uppfærð, farið yfir stöðuna og möguleika á úthlutun á næstu 12 mánuðum.

Hvernig fer úthlutun fram?

Samþykktar umsóknir raðast á biðlista í forgangsröð eftir niðurstöðu faglegs mats. Sérstakt úthlutunarteymi tekur ákvörðun um úthlutun þegar nýtt húsnæði losnar. Umsækjanda er tilkynnt skriflega þegar hann hefur fengið húsnæði úthlutað og fær tíu daga til að svara hvort hann þiggi það. Umsækjandi sem samþykkir húsnæði skrifar í kjölfarið undir leigusamning við Félagsbústaði.

 

Hvað kostar að leigja þjónustuíbúð?

Leigan fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Hún er greidd mánaðarlega og geta leigjendur átt rétt á húsnæðisbótum og sérstökum húsnæðisstuðningi. Jafnframt er greitt í hússjóð og þjónustugjald.

Teikning af tré að laufgast að vori.

Þjónustuíbúðir

Lög og reglur

Þjónustuíbúðir eru veittar á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: