Barnavernd
Barnavernd Reykjavíkur aðstoðar börn og foreldra í alvarlegum vanda við að tryggja velferð og öryggi barna til framtíðar með fjölbreyttri ráðgjöf, stuðningi og faglegum lausnum.
Hér er hægt að senda inn tilkynningu vegna barna sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru búsett í Reykjavík.
Hvenær á ég að tilkynna til Barnaverndar?
Ef þú telur að barn búi við aðstæður sem eru á einhvern hátt óæskilegar eða hafa neikvæð áhrif á heilsu þess, líðan eða þroska skalt þú ekki hika við að senda inn tilkynningu til Barnaverndar. Ef þú telur að barn sé í hættu skalt þú hringja strax í 112.
Stuðningur frá Barnavernd
Foreldrar og börn sem eru með mál í vinnslu hjá Barnavernd geta fengið fjölbreyttan stuðning og ráðgjöf. Samráð er haft við foreldra við gerð áætlunar sem segir til um hvernig stuðningi er háttað.