Stuðningur frá Barnavernd

Foreldrar og börn sem eru með mál í vinnslu hjá Barnavernd geta fengið fjölbreyttan stuðning og ráðgjöf. Samráð er haft við foreldra við gerð áætlunar um meðferð máls sem segir til um hvernig stuðningi er háttað. Þegar barn er orðið 15 ára tekur það virkan þátt í meðferðinni. 

Greining og ráðgjöf heim

Með greiningu og ráðgjöf heim fá foreldrar stuðning á heimili sínu til að styrkja þá persónulega og í uppeldi og umönnun barna sinna. Stuðningurinn varir í 3 til 4 mánuði.

Áhersla er lögð á uppeldisráðgjöf og vinnu með foreldrum til að leysa áskoranir fjölskyldunnar. Stuðningurinn felst fyrst og fremst í heimsóknum ráðgjafa og vinnu með fjölskyldunni.  

Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur eru úrræði sem er ætlað að styðja foreldra í hlutverki sínu, veita þeim hvíld,styrkja stuðningsnet barns og auka möguleika þess á félagslegri þátttöku.

 

Heimili á vegum Barnaverndar

Stundum þarf barn að fara af heimili sínu og dveljast annars staðar í lengri eða skemmri tíma til að fá hjálp og markvissan stuðning. Í boði eru vistheimili, fjölskylduheimili og fósturheimili.

Teikning af húsi og barni hoppa parís fyrir utan.