Tilkynna um aðstæður barns

Teikning af foreldrum og tveimur börnum.

Ef þú telur að barn búi við aðstæður sem eru óæskilegar og hafa neikvæð áhrif á heilsu þess, líðan eða þroska átt þú að tilkynna það til Barnaverndar.

Algengar spurningar

Hvernig sendi ég inn tilkynningu?

Þú getur tilkynnt með eftirfarandi leiðum:  

Ef þú telur að barn sé í hættu skalt þú hringja strax í 112.  

Hvað á ég að tilkynna?

Það er nóg að hafa grun um að barn sé í vanda eða erfiðum aðstæðum, þín tilkynning getur skipt sköpum.

Þú getur horft til ýmissa þátta sem hjálpa þér að meta stöðuna. Ef grunur þinn snýr að eftirfarandi þáttum skalt þú ekki hika við að tilkynna til Barnaverndar:  

  • Vanræksla 
  • Vanhæfni foreldra, til dæmis vegna neyslu eða veikinda 
  • Ofbeldi, til dæmis andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt 
  • Áhættuhegðun barns 

Þarf ég að gefa upp nafnið mitt? 

Þú þarft að gefa upp nafn þegar þú tilkynnir svo Barnavernd geti haft samband ef þörf krefur. Um leið getur þú óskað nafnleyndar þannig að sá sem þú tilkynnir fái ekki upplýsingar um þig.

Hvað gerist eftir að ég tilkynni? 

Þegar tilkynning berst taka sérfræðingar Barnaverndar ákvörðun um hvort málið verði kannað frekar. Þessi ákvörðun byggir á upplýsingum sem tilkynnandi veitir og fyrri afskiptum Barnaverndar. 

Foreldrar eru alltaf látnir vita að tilkynning hafi borist og hvaða ákvörðun hafi verið tekin um aðkomu Barnaverndar. Heimilt er í vissum aðstæðum að tala við barnið án þess að láta foreldra vita fyrst svo sem þegar grunur er um ofbeldi af hálfu foreldra. 

Telji sérfræðingar Barnaverndar þörf á frekari athugun fer fram könnun þar sem upplýsinga er aflað um aðstæður fjölskyldunnar frá foreldrum og aðilum úr nærumhverfi. 

Könnun máls ákvarðar næstu skref:

  • Ef ekki er talin þörf á frekari aðkomu Barnaverndar er málinu lokað með formlegu bréfi til foreldra. 
  • Ef talin er þörf á frekari aðkomu Barnaverndar er unnin áætlun um meðferð máls í samráði við foreldra. Börn 15 ára og eldri taka þátt í að móta áætlunina. 

Tilkynningar til Barnaverndar

Hægt er að senda tilkynningar til Barnaverndar með eftirfarandi leiðum:

Ekki hika við að hafa samband - þín tilkynning getur skipt sköpum!