Fjölmenningar- yfirlýsing

Teikning af verkefnalista, klukku, reiknivél og talblöðru.

Þann 17. september 2019 samþykkti borgarstjórn  Reykjavíkurborgar á fundi sínum yfirlýsingu um Fjölmenningarborgina Reykjavík í samræmi við þátttöku borgarinnar í verkefninu Fjölmenningarborgir „Intercultural Cities."

Reykjavík er fjölmenningarborg

Við fögnum fjölbreytileika, jafnrétti, samskiptum og þátttöku allra.

 

Við erum stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast.

 

Við erum stolt af því hve langt við höfum náð í því að setja upp kynjagleraugun eða hinsegin gleraugun.

 

Nú nýtum við okkur þessa reynslu og setjum upp fjölmenningargleraugun á sama hátt.

 

Við hvetjum önnur sveitarfélög og ríkið að taka þátt í þessari vegferð.

Reykjavík er fjölmenningarborg

Við viljum að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu með aðgang að öllu sem borgin hefur fram að færa og að þeir þekki réttindi sín.

 

Við tryggjum að fjölmenningarleg gildi endurspeglist í allri stefnumótun sem og þjónustu borgarinnar.

 

Við erum þakklát fyrir framlag innflytjenda í borgarlífinu.

 

Við viljum gera þessu jákvæða framlagi innflytjenda hærra undir höfði.

 

Við gerum okkur grein fyrir að fjölbreytileiki er undirstaða jákvæðrar þróunar. Þegar hver og einn fær tækifæri að njóta hæfileika sinna og sköpunarkrafta til fulls, þá græðum við öll á því.

 

Samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkurborgar 17. september 2019.