Fjölmenningarborgir

Fjölmenningarborgir (e. The Intercultural Cities Programme, hér eftir ICC) er verkefni Evrópuráðsins. Verkefnið styður borgir við endurskoðun og innleiðingu á þeirra stefnum með fjölmenningarlegu sjónarhorni í huga. Auk þess styður verkefnið við fjölbreytileika stjórnun sem er ávinningur fyrir borgarsamfélagið.

ICC sameinar ýmsar borgir aðildarríkja Evrópuráðsins og viðar á heimsvísu til að safna saman reynslu, bestu aðferðum og sérfræðiþekkingu í inngildandi samþættingu (e. inclusive integration). Árið 2022 voru yfir 150 borgir þátttakendur í verkefninu. 

Hvað er fjölmenningarborg?

Raunverulegu jafnrétti (e. real equality) er náð með því að koma í veg fyrir mismunun og með því að aðlaga stjórnsýslu, stofnanir og þjónustu borgarinnar að þörfum fjölbreytts hóps borgarbúa. 

 

Í fjölmenningarborg er stjórnmálafólk og flestir íbúar jákvæð gagnvart fjölbreytileika (e. diversity). Þau horfa á fjölbreytileika sem auðlind  og skilja að menningarheimar breytast og þurfa að aðlagast þegar þeir mætast á opinberum vettvangi. 

 

Með opinberri stefnumótun er stuðlað að þýðingarmiklum samskiptum (e. meaningful interaction) á milli ólíkra einstaklinga og hópa. Stefnumótunin stuðlar að trausti, tengslamyndun og umbreytir hún almenningsrýminu á þann hátt að meiri grundvöllur er fyrir samskipti og samræður.  

 

Fólki er gert kleift að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu (e. active citizenship and participation). Ólíkir hópar geta haft áhrif á sitt nærsamfélag og enginn er utangarðs. Jafnræði, fjölbreytni, samskipti, og virk borgaraþátttaka eru fjögur hugtök sem tengjast innbyrðis. Hugtökin leggja grundvöllinn að framþróun og viðurværi fjölmenningarborgar. 

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Joanna Marcinkowska, verkefnastjóra á mannréttinda og lýðræðisskrifstofu

  • Netfang: joanna.marcinkowska@reykjavik.is