Skóla- og frístundaráð
Skóla- og frístundaráð starfar í umboði borgarráðs með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Skóla- og frístundaráð starfar í umboði borgarráðs með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 og eftir því sem lög mæla fyrir um, sbr. einnig heimild í 37. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Skóla- og frístundaráð mótar stefnu í menntamálum barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar og frístundastarfi barna og ungmenna. Einnig mótar skóla- og frístundaráð stefnu um tónlistarfræðslu barna og ungmenna og félagslega menntastefnu. Skóla- og frístundaráð tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs á verksviði sínu. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun borgarinnar í mennta- og frístundamálum sé fylgt og fylgist með gæðum skólastarfs og annars starfs á verksviði þess. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður.
Til þess að vinna að framangreindum markmiðum hefur skóla- og frístundaráð m.a. með höndum eftirtalin verkefni:
- Gerir tillögur til borgarráðs um stefnu Reykjavíkurborgar í skóla- og frístundastarfi.
- Hefur eftirlit með að ákvæði laga og reglugerða séu uppfyllt, þ.m.t. ákvæði laga um leikskóla, nr. 90/2008, laga um grunnskóla, nr. 91/2008 og reglugerða, sem settar eru á grundvelli þeirra, og gerir tillögur til borgarráðs um úrbætur.
- Fylgir því eftir að öll skólaskyld börn, sem rétt eiga á skólavist í Reykjavík, njóti lögboðinnar fræðslu.
- Fylgist með framkvæmd náms og kennslu í Reykjavík og gerir tillögur til skólastjóra og/eða borgarráðs um umbætur í skólastarfi. Staðfestir starfsáætlanir leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva ár hvert og skólanámskrá einstakra leik- og grunnskóla.
- Fylgist með og stuðlar að því að nemendum og skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu.
- Hefur eftirlit með rekstri og starfi leik- og grunnskóla, frístunda-, félagsmiðstöðva og frístundaheimila Reykjavíkurborgar. Hefur eftirlit á grundvelli þjónustusamninga með sjálfstætt starfandi leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og öðrum skólum sem njóta fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.
- Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi. Gerir tillögur til borgarráðs um stofnun og staðsetningu starfseininga á vegum sviðsins.
- Veitir leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla. Hefur eftirlit með framkvæmd daggæslu barna í Reykjavík skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, og er jafnframt stefnumótandi á því sviði.
- Hefur eftirlit með greiðslum til dagforeldra
- Hefur eftirlit með starfsemi skólahljómsveita.
- Hefur eftirlit með starfsemi Námsflokka Reykjavíkur.
- Fylgir eftir framkvæmd 47. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, varðandi stofnun og byggingu framhaldsskóla.
- Gerir tillögur til borgarráðs um þjónustugjöld.
- Gerir tillögur til borgarráðs um fjárframlög til sjálfstætt starfandi rekstraraðila leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur frumkvæði að gerð reglna og samninga þar um.
- Gerir tillögur til borgarráðs um fjárframlög vegna daggæslu barna í heimahúsum og hefur frumkvæði að gerð reglna þar um.
- Stuðlar að tengslum og samstarfi skóla, s.s. leikskóla, grunnskóla,framhaldsskóla og tónlistarskóla svo og samstarfi leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og tónlistarskóla.
- Skipar fulltrúa Reykjavíkurborgar í skólanefndir/stjórnir tónlistarskóla, sbr. 3. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985.
Skóla- og frístundaráð afgreiðir, án staðfestingar borgarráðs, eftirtalin verkefni samkvæmt heimild í 1. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:
- a. Veitingu leyfa til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla, sbr. 25. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008.
- b. Staðsetningu sérdeilda
- c. Staðsetningu þátttökubekkja
- d. Sameiningar frístundaheimila vegna stofnunar safnfrístundar.
Skóla- og frístundaráð veitir árlega nokkur verðlaun til að vekja athygli á því sem vel er gert í skóla- og frístundastarfi.
Skóla- og frístundaráð er skipað sjö fulltrúum kjörnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann og skal hann vera borgarfulltrúi. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og borgarstjórnar.
Fulltrúar skólastjóra í leik- og grunnskólum, kennara í grunnskólum, starfsmanna í leikskólum og foreldra í leik- og grunnskólum eiga rétt til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Fulltrúi stjórnenda frístundamiðstöðva og fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna eiga einnig rétt til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti.
Skóla- og frístundasvið annast framkvæmd stefnu og verkefna ráðsins og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúar:
- Fulltrúi skólastjóra: Þóranna Rósa Ólafsdóttir
- Fulltrúi leikskólastjóra: Guðrún Gunnarsdóttir
- Fulltrúi kennara: Kristín Björnsdóttir
- Fulltrúi starfsmanna í leikskólum: Linda Ósk Sigurðardóttir
- Fulltrúi stjórnenda frístundamiðstöðva: Helgi Eiríksson
- Fulltrúi foreldra grunnskólabarna: Áslaug Björk Eggertsdóttir
- Fulltrúi foreldra leikskólabarna: Albína Huld Pálsdóttir
- Fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna: Leona Iguma og Þröstur Flóki Klemensson
Varamenn áheyrnarfulltrúa:
- Varamaður fulltrúa skólastjóra:
- Varamaður fulltrúa leikskólastjóra:
- Varamaður fulltrúa kennara: Lilja Margrét Möller
- Varamaður fulltrúa starfsmanna í leikskólum: Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir
- Varamaður fulltrúa stjórnenda frístundamiðstöðva: Guðrún Kaldal
- Varamaður fulltrúa foreldra grunnskólabarna: Ragnheiður Davíðsdóttir
- Varamaður fulltrúa foreldra leikskólabarna: Berglind Anna Aradóttir
- Varamaður fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna: Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir