Nýkomin til Reykjavíkur

Teikning af hópi fólks.

New in Reykjavik styður við þau sem nýkomin eru til Reykjavíkur og vilja kynnast borginni. Reykjavík er borg fjölmenningar – staður sem öll geta tilheyrt. Stundum eru upplýsingar ekki alveg eins á íslensku og ensku. Í þeim tilfellum er slóð á bæði tungumálin.

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýkomna borgara

Hér finnur þú gagnlegar upplýsingar um íslenskt samfélag og opinbera þjónustu.

Hvað er hægt að gera í borginni?

Í Reykjavík er margt hægt að gera eins og til dæmis að komast í nálægð við náttúru eða vera í kringum fólk.

Íþróttir og útivist

Læra íslensku

Borgarbókasafnið býður uppá ókeypis samverustundir fyrir þau sem vilja æfa sig að tala íslensku í vinalegu umhverfi.

Finna ódýr föt eða hluti fyrir heimilið

Eiga gæðastundir með barninu þínu eða sækjast eftir félagsskap

Fjölskyldu- eða dýragarð

Dýra- og skemmtigarður staðsettur í Laugardalnum. Í garðinum eru haldin dýranámskeið fyrir börn og unglinga. Á sumrin eru tækin opin en allt árið í kring er dagskrá þar sem hægt er að sjá þegar dýrunum er gefið að borða eða stundum jafnvel hægt að skella sér á hestbak. Garðurinn er opinn alla daga. 

Sækja menningarviðburði eða sýningar

Rækta eigin garð

 

Langar þig að ræða við sérfræðing

Hafðu samband við New in Iceland.

Teiknuð mynd af tré að sumri til.