Matjurtagarðar

""

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2022 verða opnaðir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars 2022.

Hvar eru garðarnir?

Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru 200 í Skammadal.

Matjurtagarðarnir innan borgarinnar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi norðan við Strandveg skv. samningi við Reykjavíkurborg.  Einnig eru íbúasamtök í Grafarholti með matjurtagarða á borgarlandi. 

Skammadalur í Mosfellsbæ

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ og verður búið að tæta þá þegar notendur taka við þeim.

Seljagarður

Garðar í Breiðholti við Jaðarsel verða ekki á vegum borgarinnar í sumar heldur hefur félagið Seljagarður tekið við rekstri á þeim görðum og getur fólk sótt um garð á vef Seljagarðs.

""

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?

Leigugjöld ársins 2022 eru 6.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100 fermetrar) og 5.000 kr. fyrir garð (u.þ.b. 20 fermetrar). Kassar í Grafarvogi, Árbæ, Fossvogi og Kjalarnesi verða á kr. 4.000 kr. kassinn (8 fermetrar). Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Hvenær eru garðarnir afhentir?

Garðarnir verða afhentir 1. maí, en ef veður lofar geta garðyrkjendur byrjað fyrr.

Ókeypis fræðsla

Í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal er boðið upp á ýmsa fræðslu eins og í hádegisgöngunum sem eru alla föstudaga í júní, júlí og ágúst. Þær taka hálftíma og eru kl. 12 á íslensku og kl. 12.40 á ensku. Þær eru líka kjörið tækifæri til að spyrja starfsfólk garðsins um matjurtaræktun.

Góð ráð og aðstaða í görðunum

Notendur garðanna geta fengið græn og góð ráð um matjurtaræktun hjá starfsmönnum okkar.

Garðarnir verða merktir. Vatn er aðgengilegt á öllum svæðum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.