Matjurtagarðar 2018 | Reykjavíkurborg

Matjurtagarðar 2018

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2018 verða opnaðir 1. maí.  Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Sexhundruð og fjörtíu matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal.

 

Hvar eru matjurtagarðarnir?

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir. 

Garðar í Breiðholti við Jaðarsel verða ekki á vegum borgarinnar í sumar heldur hefur félagið Seljagarður tekið við rekstri á þeim görðum og getur fólk sótt um garð í gegn um Seljagardur.is.

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skv. samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is , undir Grenndargarðar.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?

Leigugjöld ársins 2018 er óbreytt frá fyrra ári.  5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (u.þ.b. 20m2).  Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Góð ráð og aðstaða í görðunum

Garðarnir verða merktir, en ekki tættir. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum, hægt að kaupa í flestum garðyrkjustöðvum. 

Notendur garðanna geta fengið græn og góð ráð um matjurtaræktun hjá starfsmönnum okkar. Sendu póst á matjurtagardar@reykjavik.is eða hringdu í síma 411 11 11. 

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 4 11 11 11. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is

Hvenær eru garðarnir afhentir?

Garðarnir verða afhentir 1. maí, en ef veður lofar geta garðyrkjendur byrjað fyrr.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnir sendist á matjurtagardar@reykjavik.is eða hringdu í síma 411 11 11.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Vefsíða uppfærð 7. mars 2018
 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 2 =