Kynfræðsla, efni fyrir starfsfólk - fræðsla
Hér er verkfærakista sem inniheldur fræðslu, ritgerðir, kannanir og skýrslur sem hægt er að notast við í kynfræðslu í grunnskóla.
Allt kynfræðsluefni Menntamálastofnunar
Hér má finna allt kynfræðsluefni sem Menntamálastofnun býður upp á í tengslum við kynfræðslu.
Mikilvæg hugtök útskýrð
Hér má finna einfaldar útskýringar á ýmsum hugtökum tengdum klámi og kynferðislegu ofbeldi.
Fræðsluefni
- Hæfniviðmið og námsefni
Helstu hæfniviðmið úr Aðalnámskrá og námsefni frá Menntamálastofnun. - Kynlíf
Kennsluleiðbeiningar með námsefninu Kynlíf sem leggur áherslu á félagslega og tilfinningalega þætti en jafnframt fjallað um líffræðilegar hliðar kynþroskans. - Kynbundið ofbeldi og skólakerfið Hér má finna handbók fyrir stjórnendur og starfsfólk skóla um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi.
- Ofbeldisforvarnaskólinn Námskeið og fræðsla fyrir starfsfólk um ofbeldisforvarnir.
- Kynfræðslutorg
Klám og sexting – punktar
Hér má finna nokkra punkta sem getur verið gott fyrir foreldra/forsjáraðila að hafa til hliðsjónar varðandi klám og sexting.
Rætt um klám
Kennslupunktar sem gott er að hafa í huga þegar rætt er við unglinga um klám
Ritgerðir og rannsóknir
- Skaðleg áhrif kláms á kynferðisofbeldi í nánum samskiptum unglinga
Meistaraverkefni Þórunnar Birnu Jónsdóttur í félagsráðgjöf (2020). - Ég hélt bara að þetta ætti að vera svona
Reynsla kvenna sem upplifðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar. Ritgerð Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur til meistaraprófs í kynjafræði við HÍ 2016. - Já þú veist, það var sleppt þessum kafla
Um forsendur jafnréttis og kynfræðslu og fræðslu um klám og kynferðislegt ofbeldi í 6. og 7. bekk. Ritgerð Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur til meistaraprófs í kynjafræði við HÍ 2014. - Klámneysla framhaldsskólanema
Grein um niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og klámneyslu íslenskra framhaldsskólanema (2016). - Kynlífsmenning framhaldsskólanema
Grein eftir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, Þórð Kristinsson og Þorgerði J. Einarsdóttur þar sem er fjallað um upplifun ungra karla af þeirri kynlífsmenningu sem tíðkast í framhaldsskólum nú á dögum (2017). - Upplifun ungra karla
Kynlífsmenning innan félagslífs framhaldsskólanema hefur breyst hratt á undanförnum árum og aðgangur að klámi aldrei verið eins óheftur. Í þessari rannsókn er leitast við að varpa ljósi á upplifun ungra karla á þeirri kynlífsmenningu sem þeir búa við í dag (2017).