Skjólborgarverkefnið ICORN

Teikning af samsetningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Reykjavíkurborg gerðist aðili að ICORN (International Cities of Refuge Network) árið 2010. ICORN eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða listafólki, rithöfundum, talsfólki mannréttinda, blaðafólki og tónlistarfólki sem eru í hættu í heimalandi sínu skjól.

Hvað er skjólborgarverkefnið (ICORN)?

Frá árinu 2006 hafa fleiri en 70 borgir víðsvegar um heiminn gerst aðilar að tengslaneti ICORN og hafa yfir 200 rithöfundar og listafólk fengið skjól í boði þessara borga.

Árið 2010 urðu ICORN óháð samtök skjólborga. Borgirnar bjóða rithöfundum og listafólki sem eru í hættu skjól. Þannig tryggja samtökin málfrelsi, verja lýðræðisleg gildi og sýna samstöðu þvert á landamæri.

Reykjavík sem aðili að verkefninu

Reykjavíkurborg tryggir rithöfundinum öruggan dvalarstað og efnahagslegt öryggi á meðan hann dvelst í borginni.

Undirbúningur að komu fyrsta gestsins hófst árið 2010, og síðan þá hafa fjórir einstaklingar dvalið í Reykjavíkurborg í gegnum verkefnið.

Hlutverk Reykjavíkurborgar sem þátttökuborg:

  • Aðstoða rithöfund við lögfræðileg málefni svo sem vegabréfsáritun og dvalarleyfi áður en hann kemur til landsins
  • Sjá um flutning og móttöku rithöfundar til borgarinnar
  • Útvega rithöfundi og fjölskyldu hans viðunandi húsnæði með innanstokksmunum
  • Sjá til þess að rithöfundur fái viðunandi styrk fyrir dvöl sína í borginni
  • Sjá um tryggingar og aðgang að heilsugæslu fyrir rithöfundinn og fjölskyldu hans
  • Aðstoða rithöfund við að aðlagast samfélaginu bæði í félagslegum og listrænum skilningi
  • Tilnefna tengilið sem aðstoðar rithöfundinn varðandi lögfræðileg erindi

 

Gestir Reykjavíkurborgar

Hafðu samband

Fleiri upplýsingar veitir Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

  • Netfang: mannrettindi@reykjavik.is