No translated content text
Skáldið og blaðamaðurinn Mazen Maarouf mun halda sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 16. október nk. Mazen kom til Reykjavíkur árið 2011 á vegum ICORN (International Cities of Refuge Network) sem eru samtök borga sem hafa gerst skjólborgir rithöfunda sem ekki er gert kleift að búa í heimalandi sínu.
Skáldið og blaðamaðurinn Mazen Maarouf mun halda sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 16. október nk. Mazen kom til Reykjavíkur árið 2011 á vegum ICORN (International Cities of Refuge Network) sem eru samtök borga sem hafa gerst skjólborgir rithöfunda sem ekki er gert kleift að búa í heimalandi sínu. Mazen Maarouf er af palestínskum uppruna. Fjölskylda hans eru ríkisfangslausir palestínskir flóttamenn sem neyddust til að yfirgefa Palestínu árið 1948. Fjölskyldunni var fyrst komið fyrir í flóttamannabúðunum í Tal-el-Za´tar með fleiri Palestínumönnum en þurftu síðan að flytja sig margoft um set vegna hernaðarátaka í Líbanon.
Mazen er fæddur í Beirut árið 1978. Hann er ljóðskáld, rithöfundur, blaðamaður og gagnrýnandi og hefur unnið fyrir nokkur dagblöð í Líbanon jafnt sem erlend dagblöð.
Mazen lauk BS gráðu í efnafræði frá háskólanum í Líbanon. Á háskólaárunum fékk hann áhuga á Palestínsku þjóðerni sínu og fór að skoða nútímasögu Líbanons og stríðin þar. Hann hóf einnig feril sinn sem ljóðskáld á námsárunum. Eftir háskólanám hóf hann störf sem efna- og eðlisfræðikennari og vann sem slíkur frá 2000 – 2008 en birti einnig ljóð sín í dagblaðinu Annahar . Eftir það hætti Mazef kennslu og hóf störf sem leikhús- og bókmenntagagnrýnandi á sama blaði en skrifaði að auki í önnur dagblöð svo sem Assafir og Al-Mustaqbal í Líbanon, Al-Quds-el-Arabi í London og Qantara í París. Hann hefur einnig skrifað reglulega dálk fyrir tímaritið Jasad í Líbanon.
Mazen hefur á þeim tveim árum sem liðin eru frá komu hans til Íslands verð ötull í þýðingarstörfum og þýddi skáldsöguna „Skuggabaldur“ eftir Sjón, „Dvergastein“ eftir Aðalstein Ásberg og „Söguna um bláa hnöttinn“ eftir Andra Snæ Magnason yfir á arabísku, auk ljóða eftir á fjórða tug íslenskra skálda. Hann hefur auk þess málað fjölda málverka í Reykjavík, með bleki og akrýlmálningu á pappír. Nýjasta ljóðabók hans, „Ekkert nema strokleður“, kom út í ágúst 2013 og inniheldur ljóð Mazens á íslensku og arabísku.
Afraksturinn verður til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, bæði í formi ljóða og málverka, og hefst sýningin þann 16.10 klukkan 16:10.