Málþing 2017
Borgarstjórinn í Reykjavík bauð til opins kynningarfundar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9:00-11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fundurinn
Dregin var upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík.
Áhersla í kynningu borgarstjóra var á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig var gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.
Dagskrá
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri:
Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík
Sjá kynningu - Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði:
Staða og þróun á húsnæðismarkaði
Sjá kynningu - Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá umhverfis- og skipulagssviði:
Úlfarsárdalur - uppbygging
Sjá kynningu - Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ:
Leiguíbúðir á viðráðanlegu verði
Sjá kynningu - Sólveig Berg Emilsdóttir, arkitekt hjá Yrki:
Íbúðir Bjargs við Móaveg
Sjá kynningu
Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur var fundarstjóri.
Uppbygging nýrra íbúða
Nýjar íbúðir í Reykjavík
Hér erum við búin að byggja hús sem henta fjölbreyttum hópum, segir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta um Smiðjuholt.
Hann segir að uppbyggingin sé dæmi um prýðissamstarf milli Búseta og Reykjavíkurborgar.
Nýjar íbúðir við Grandaveg
Við viljum hafa líf í kringum okkur, segir ánægður íbúi á Grandavegi.
Þar er búið að taka hluta nýrra íbúða í notkun og fleiri verða tilbúnar næsta vor.
Nýjar íbúðir í Reykjavík 2017
Við lyftum okkur aðeins upp við undirbúning málþingsins og njótum afrakstursins af því á málþinginu.
Hér eru nokkrar klippur.
Nýjar íbúðir á Hljómalindarreit
Hljómalindarreitur er ekki bara hótel heldur voru þar byggðar 26 íbúðir fyrir almennan markað og er verkinu svo til lokið.
Kristján Sveinlaugsson hjá verktakafyrirtækinu Þingvangi er ánægður með útkomuna og segir að ferlið hafi verið mjög lærdómsríkt.
Nýjar íbúðir í Mörkinni
Í Mörkinni við Suðurlandsbraut er Grund að byggja nýjar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri.
Framkvæmdir ganga vel og verklok eru áætluð næsta sumar.