iPhone í Android

Endurstilling á fjölþátta auðkenningu - MFA úr iPhone í Android

Áður en þú byrjar er gott að fara yfir eftirfarandi hluti á gamla tækinu (iPhone):

  • Að tækið sé með næga hleðslu á rafhlöðu.
  • Að þú getur aflæst skjánum á tækinu.
  • Að síminn sé tengdur Wifi.

Á nýja tækinu (Android)

1.

Kveiktu á tækinu, veldu "Start" og tengdu tækið við Wifi.

2.

Veldu að afrita gögn af öðru tæki.

 

Ef að það kemur upp hvort að þú sért með kapal veldu þá "No cable" > OK.

 

Veldu "Using an iPhone device".

 

Fylgdu leiðbeiningum á skjá um að afrita gögn.

 

Það er alltaf gott að skoða myndir og skilaboð á nýja tækinu eftir afritun til að ganga úr skugga um að öll gögn hafi afritast yfir í nýja tækið.

Athugið að þetta getur tekið töluverðan tíma og fer allt eftir hvað þetta er mikið af gögnum sem er verið að flytja. bæði myndir og myndbönd sem og forit (apps).