Uppbygging íbúða eftir skipulagsflokkum
Uppfærð húsnæðisáætlun haustið 2020 telur yfir 24.000 íbúðir en til samanburðar er heildarfjöldi íbúðaeininga yfir 55.000 í borginni í dag. Frá því að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var fyrst gefin út árið 2017 hafa uppbyggingarsvæði með nærri 2.300 íbúðum verið útskrifuð sem fullkláruð. Þá má ætla að lokið verði við byggingu um 800 íbúða til viðbótar fyrir árslok 2020 og að um 1.300 íbúðir til viðbótar verði fullbyggðar fyrir árslok árið 2021.
Hér að neðan eru yfirlit helstu byggingarsvæða sem verða í uppbyggingu á næstu árum. Uppbyggingunni var einnig gerð skil í blaði um íbúðauppbyggingu í Reykjavík í október 2020.
Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar (október) er uppbyggingunni framundan skipt í fjóra flokka:
- Byggingarsvæði á framkvæmdastigi – 3.034 íbúðir
- Samþykkt deiliskipulag – 4.898 íbúðir
- Svæði í skipulagsferli – 9.442 íbúðir
- Þróunarsvæði í skoðun/undirbúningi – 6.815 íbúðir
Alls 24.189 íbúðir.
Mikill kraftur í uppbyggingu húsnæðis í borginni
Á þeim tíma sem liðinn er frá því húsnæðisáætlun var fyrst lögð fram vorið 2017 hefur mikill gangur verið í uppbyggingu húsnæðis í borginni.
(Vantar inn graf um íbúðauppbyggingu í Reykjavík)
Haustið 2020 eru 3.034 íbúðir á byggingarsvæðum á framkvæmdastigi og fækkar þeim um rúmar 1.000 á milli ára sem skýrist að miklu leyti af því að rúmlega 1.200 íbúðir eru útskrifaðar úr húsnæðisáætlun á milli áranna 2019 og 2020.
Íbúðum í samþykktu deiliskipulagi fjölgar um u.þ.b. 250 frá hausti 2019 og eru nú 4.898. Íbúðum á svæðum í skipulagsferli fjölgar um rúmlega 800 og eru nú 9.442.
Töluverð fjölgun er á íbúðum á þróunarsvæðum, úr 4.160 haustið 2019 í 6.815 haustið 2020, eða um hátt í 2.700.
Að teknu tilliti til íbúða sem hafa verið útskrifaðar úr húsnæðis- áætluninni koma hátt í 4.000 nýjar íbúðir inn á milli ára. Á framtíðarsvæðum er áætlað að hægt verði að byggja hátt í 13.000 íbúðir til viðbótar við þær sem þegar eru í húsnæðisáætlun. Íbúðir innan húsnæðisáætlunar og á framtíðasvæðum telja því um 37.000, sem er um 67% af núverandi íbúðarhúsnæði borgarinnar.
Þéttari byggð og öflugri hverfi – uppbygging að færast austar
Húsnæðisáætlun Reykjavíkur felur í sér þéttingu byggðar og hverfa borgarinnar sem stuðlar að aukinni sjálfbærni hverfanna og borgarinnar allrar. Á síðustu árum hefur mikið verið byggt vestar í borginni en nú er uppbyggingin að færast austar.
(Vantar inn graf um fjölda íbúða eftir borgarhlutum)
Ártúnshöfðinn er stærsta svæðið í húsnæðisáætlun með nær 6.000 íbúðir. Þar mun rísa fyrsta heildstæða græna borgarhverfi Reykjavíkur, byggt samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum um sjálfbærni.
Næst á eftir koma Laugardalur og nærliggjandi svæði með rétt undir 4.100 íbúðir, Háaleiti-Bústaðir með yfir 2.700 íbúðir og Vatnsmýrin með yfir 2.300 íbúðir.
Húsnæðisfélög með nærri þriðjung nýrra íbúða
Markmið Reykjavíkurborgar er að um 25% nýrra íbúða verði á vegum húsnæðisfélaga sem eru ekki rekin í ágóðaskyni. Alls eru íbúðir húsnæðisfélaga nær 7.000 í húsnæðisáætluninni eða 29% allra íbúða. Í dag eru 1.227 íbúðir í byggingu á vegum húsnæðisfélaga í Reykjavík eða sem nemur 40% af íbúðum í byggingu.
| Almennar íbúðir | Húsnæðisfélög | Samtals | % húsnæðisfélög | |
|---|---|---|---|---|
| Byggingarsvæði á framkvæmdasviði | 1.807 | 1.227 | 3.034 | 40% |
| Samþykkt deiliskipulag | 3.684 | 1.214 | 4.898 | 25% |
| Svæði í skipulagsferli | 6.996 | 2.446 | 9.442 | 26% |
| Þróunarsvæði | 4.716 | 2.099 | 6.815 | 31% |
| Samtals | 17.203 | 6.986 | 24.189 | 29% |
Í úthlutunaráætlun Reykjavíkurborgar má sjá nánari upplýsingar um lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar og skiptingu íbúða eftir húsnæðisfélögum, almennum íbúðum og verkefninu Hagkvæmt húsnæði.
Útskrifuð byggingarsvæði 2017-2020
Frá því að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var fyrst gefin út árið 2017 hafa uppbyggingarsvæði með nærri 2.300 íbúðum verið útskrifuð úr húsnæðisáætlun. Þar af eru almennar íbúðir 1.250 og íbúðir húsnæðisfélaga 1.048. Hér má sjá yfirlit yfir útskrifuð byggingarsvæði.
| Almennar íbúðir | Húsnæðisfélög | Alls | |
|---|---|---|---|
| Útskrifuð uppbyggingarsvæði 2017-2018 | 215 | 339 | 554 |
| Útskrifuð uppbyggingarsvæði 2018-2019 | 538 | 0 | 538 |
| Útskrifuð uppbyggingarsvæði 2019-2020 | 497 | 709 | 1.206 |
| Samtals | 1.250 | 1.048 | 2.298 |