Verkbækistöð III, Laugardalur

Hverfastöð

Borgargarðar í Laugardal,
aðkoma frá Sunnuvegi
104 Reykjavík

""

Verkbækistöð III

Starfssvæði Verkbækistöðvar III er frá Kringlumýrarbraut austur að Elliðaám og Reykjanesbraut í suður. Það er Fossvogur, Laugardalur, Bústaðir, Háaleiti, smáíbúðahverfið.

Verkbækistöð III sér á sínu starfssvæði um viðhald og rekstur skrúðgarða, slátt, hirðingu á trjágróðri, útplöntun sumarblóma og niðursetningu á haustlaukum í skrúðgörðum og opnum svæðum. Einnig sér stöðin um hirðingu á blómakerjum og körfum.

Ábendingar um það sem betur má fara í borgarlandinu eru velkomnar á ábendingavef.