Ræktunarstöðin í Fossvogi
Hverfastöð
Við Fossvogsveg
108 Reykjavík
Um ræktunarstöðina
Ræktunarstöðin hefur umsjón með ræktun blóma og trjágróðurs fyrir borgarlandið og útivistarsvæði borgarinnar.
Í Ræktunarstöðinni er unnið að því að viðhalda íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest efnivið sem hefur aðlagast íslenskum aðstæðum. Einnig eru prófaðar nýjar tegundir og yrki, og þannig reynt að auka fjölbreytni og bæta þann efnivið sem ræktaður er í görðum og útivistarsvæðum borgarinnar.