Verkbækistöð II, Árbæjarblettur
Hverfastöð
Rafstöðvarvegur 37
Elliðaárdal
110 Reykjavík
Skrúðgarðar - Verkbækistöð II
Verkbækistöð II þjónar Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti, Norðlingaholti, Selási, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Hálsum, Höfðum og Kjalarnesi.
Verkefni felast í viðhaldi skrúðgarða, slætti, snjóruðningar á stígum, hirðingu trjágróðurs, útplöntun sumarblóma og niðursetningu haustlauka. Einnig sér stöðin á sínu starfssvæði um hirðingu blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum, bæði í skrúðgörðum og á opnum svæðum. Verkbækistöðin hefur einnig umsjón með matjurtagörðum borgarbúa í Skammadal.
Ábendingar um það sem betur má fara í borgarlandinu eru velkomnar á Ábendingavef.