| Reykjavíkurborg

Miðborg

Frá sýningunni D1 Birta Guðjónsdóttir í Hafnarhúsi 2007.
16.07.2018
Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum listamanna til að sýna í D-sal Hafnarhússins árið 2019. 
Theaster Gates stendur fyrir miðju myndarinnar.
16.07.2018
Listasafn Reykjavíkur og Nasher Sculpture Center kynna samtal listamannanna Ragnars Kjartanssonar og Theaster Gates. Listamennirnir ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga. Þeir eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/eða myndbandsverka eða eru  tímabundin inngrip í rými eða samfélag.
Aldís Snorradóttir og Ingibjörg Hannesdóttir.
16.07.2018
Aldís Snorradóttir og Ingibjörg Hannesdóttir hafa verið ráðnar verkefnastjórar í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur. 
Kort af breytingum vegna framkvæmda
11.07.2018
Ágætt er fyrir vegfarendur að kynna sér breytingar sem gerðar hafa verið á umferð á horni Lækjargötu og Vonarstrætis en þar hafa ný umferðarljós verið sett upp.
Samkvæmt rammaskipulagi mun verða grænn ás í byggðinni. Mynd: Ask Arkitektar.
04.07.2018
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 28. júní tillögu að rammaskipulagi fyrir byggð í Nýja Skerjafirði. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggð fyrir um 1.200 íbúðir, nýjum skóla, verslun og þjónustu.
Arna Hrönn Aradóttir og Arna Björk Birgisdóttir.
29.06.2018
Afrekskonur á velferðarsviði Reykjavíkur, Arna Björk Birgisdóttir, deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, ætla að hjóla 1200 km í sumar til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Umferð á Hringbraut
28.06.2018
Bifreiðum snarfækkaði á götum borgarinnar á sama tíma og íslenska landsliðið spilaði við Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
Byggingarframkvæmdir
20.06.2018
Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði á völdum þróunarreitum í Reykjavík. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu hefur verið framlengdur til 18. júlí.
Kalkofnsvegur er nú fjórar akreinar
18.06.2018
Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram. Nú er búið að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð.
17. júní hátíðahöld
13.06.2018
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt að vanda með skrúðgöngum, tónleikum og fleiru.