Síðasti dagur skóla- og fjölskyldumiðstöðvar fyrir fólk sem nýverið hefur komið hingað til lands frá Gaza endaði í Heiðmörk í blíðskaparveðri fimmtudaginn 27. júní. Miðstöð útivistar og útináms stóð fyrir fjörinu þar sem var grillað og farið í allskyns skemmtilega leiki.
Mjúk lending í íslensku samfélagi
Þau sem sótti skóla- og fjölskyldumiðstöðina voru afar þakklát fyrir starfsemina og þessa mjúku lendingu í íslenskt samfélag sem hún hefur boðið. „Þau hefðu gjarnan viljað vera lengur,“ segir Saga Stephensen, verkefnastjóri fjölmenningar í leikskóla á skóla- og frístundasviði. Miðstöðin hefur verið opin alla virka daga frá því um miðjan apríl og hafa að meðaltali um 40 mætt á hverjum degi og upp í 70 þegar mest hefur verið. Þar hefur farið fram íslenskukennsla og kynning á íslensku samfélagi sem bæði börn og fullorðnir hafa tekið þátt í. Í haust munu börnin svo fara í sína hverfisskóla með það veganesti sem þau hafa fengið í skóla- og fjölskyldumiðstöðinni.
Síðustu vikuna fór hópurinn í heimsókn í samfélagshúsið í Bólstaðarhlíð þar sem Reykvíkingum býðst að taka þátt í ýmiskonar félagsstarfi. Þeim leist vel á starfið þar meðal annars boðið að vera gestgjafar á viðburði á vegum Borgarbókasafnsins sem fólst í því að útbúa mat fyrir pikknikk á Klambratúni.