No translated content text
Óskað eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna 2024
Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024.
Markmið mannréttindaverðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi samfélags þar sem mannréttindi eru virt. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Mannréttindaverðlaunin er svo veitt ár hvert við hátíðlega athöfn í Höfða þann 16. maí sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar.
Mannréttindaverðlaunin 2023 hlaut Trans Ísland, en samtökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Íslandi og hafa með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum kr. 600.000,-
Hver eiga að fá mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024
Allir geta sent inn tilefningar ásamt rökstuðningi á netfangið mannrettindi@reykjavik.is
Frestur til að skila tilnefningum er til 5.maí 2024.
Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð til eins árs í senn en hana skipa þrír einstaklingar sem hafa haft aðkomu að jafnréttis- og mannréttindamálum í sínum störfum.
Handhafar mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar:
- Trans Ísland 2023
- Pepp Ísland samtök fólks í fátækt 2022
- Rótin félag um konur, áföll og vímugjafa 2021
- Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020
- Móðurmál samtök um tvítyngi 2019
- Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi W.O.M.E.N. á Íslandi 2018
- Með okkar augum 2017
- Þórunn Ólafsdóttir 2016
- Frú Ragnheiður 2015
- Geðhjálp 2014
- Kvennaathvarfið 2013
- List án landamæra 2012
- Hinsegin dagar 2011
- Blátt áfram 2010
- Rauði Kross Íslands 2009
- Alþjóðahús 2008