Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 - tilnefningar óskast

Börn að leik með marglita tússliti

Markmið mannréttindaverðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi samfélags þar sem mannréttindi eru virt.

Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Mannréttindaverðlaunin er svo veitt ár hvert við hátíðlega athöfn í Höfða þann 16. maí sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar.

Mannréttindaverðlaunin 2024 hlaut Þórey Einarsdóttir, starfskona í Konukoti, fyrir vinnu með heimilislausum konum. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum kr. 600.000,-

Hver eiga að fá mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025

Allir geta sent inn tilefningar ásamt rökstuðningi á netfangið mannrettindi@reykjavik.is

Frestur til að skila tilnefningum er til 30. apríl 2025.

Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð til eins árs í senn en hana skipa þrír einstaklingar sem hafa haft aðkomu að jafnréttis- og mannréttindamálum í sínum störfum. 

Handhafar mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: