Fjölþáttaauðkenni
Flest öll þekkjum við rafræn skilríki og algengt að við notum þau til innskráningar inn á til dæmis heimabanka eða aðrar rafrænar þjónustur. Tvíþátta auðkenni sem umhverfi Microsoft 365 býður uppá er samskonar virkni, þó svo að tæknin sé önnur.
Markmið
Markmiðið með tvíþátta auðkenningu er að auka öryggi gagna, notanda og kerfa Reykjavíkurborgar. Það er gert með því að kalla eftir staðfestingu notanda við innskráningu og þannig tryggja að gögn borgarinnar lendi ekki í röngum höndum.
Fjölþátta auðkenning hjálpar til dæmis ef að óprúttinn aðili kemst yfir lykilorðið þitt. í stað þess að geta skráð sig beint inn í þínu nafni færð þú tilkynningu í „Microsoft Authenticator“ smáforritið í símanum þínum, um að einhver sé að reyna að skrá sig inn og þú getur samþykkt eða hafnað að auðkenningin gangi í gegn.
Hvernig fæ ég fjölþátta auðkenningu?
Fylgdu þessum leiðbeiningum um hvernig þú færð fjölþátta auðkenningu "Microsoft Authenticator" í símann þinn. Þegar þú hefur sett upp auðkenninguna getur þú til dæmis skráð þig inn á tölvupóstinn þinn með "Microsoft Authenticator" smáforritinu í símanum þínum.
Fjölþátta auðkenningin tryggir öryggi gagna, notanda og kerfa Reykjavíkurborgar.
Leiðbeiningar fyrir nýtt snjalltæki
Ef að þú varst að fá þér nýjan síma og hefur enn fullan aðgang í gamla símann þá er almennt hægt að spegla (clone) gamla símann yfir í nýja símann og er það gert þegar þú setur upp nýja símann. Ef þetta er gert þá flyst auðkennið yfir í nýja símann og ætti að virka eins og áður.
Ef að þú ert búinn að týna símanum þínum þá þarftu að endurstilla auðkenninguna þína. Það er gert eins og þú sért að setja upp fjölþátta auðkenninguna í fyrsta sinn.