Hvernig fæ ég fjölþátta auðkenningu?

Leiðbeiningar um uppsetningu á fjölþátta auðkenningu - MFA.

Fjölþátta auðkenning hjálpar til dæmis ef að óprúttinn aðili kemst yfir lykilorðið þitt. Í stað þess að geta skráð sig beint inn í þínu nafni færð þú tilkynningu í "Microsoft Authenticator" smáforritið í símanum þínum. Þú færð tilkynningu um að einhver sé að reyna að skrá sig inn og þú getur samþykkt eða hafnað að auðkenningin gangi í gegn. 

Skref fyrir skref

1.

Byrjum á að ná í smáforrit (app) í snjallsímann sem heitir "Microsoft Authenticator".

 

Síðan opnar þú vafrann í tölvunni þinni og ferð á vefsíðuna www.aka.ms/mfasetup og skráir þig inn. 

 

Þarna ertu beðin um að skrá nánari upplýsingar og velur þá "Next" eða "Áfram".

2.

Þá ætti að blasa við síða sem heitir "Haltu reikningnum þínum öruggum" (Keep your account secure).

 

Þar smellir þú á "Áfram" (Next) þangað til að QR kóði birtist. 

3.

Nú ætti QR kóði að blasa við. Þá opnaru "Microsoft Authenticator" smáforritið (appið) í snjallsímanum.

 

Ef þú ert að nota snjallforritið í fyrsta skipti getur þú mögulega smellt beint á "Scan QR code" annars þarftu að smella á baunirnar þrjár í efra horninu og smella á "Add account" og síðan "Work or school account".

 

Skannaðu QR kóðann í símanum og smelltu á "Next" á síðunni.

4.

Nú færð þú prufu tilkynningu í símann sem þarf að samþykkja með því að smella á "Approve".

Að lokum gæti verið að þú sért spurður um símanúmer, þar er skráð sem varaleið og mikilvægt að fylla það út.