Monika Gabriela Bereza

Um Monika

Monika er frá Póllandi og hefur búið á Íslandi í 33 ár. Hún starfar við upplýsinga- og ráðgjöf á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar í Suðurmiðstöð og er jafnframt trúnaðarmaður þar. Hún lauk BS-námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands með áherslu á markaðssetningu og alþjóðaviðskipti árið 2011. Hún er nú að ljúka MPA-námi við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu með sérhæfingu á sviði Evrópuréttar.

Um Sameyki

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu var stofnað 26. janúar 2019 við sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Félagsmenn eru um 12 þúsund talsins og er félagið stærst aðildarfélaga BSRB og þriðja stærsta stéttarfélag landsins. Félagsmenn koma úr mörgum starfsgreinum, með afar fjölbreytta menntun og ólíkan bakgrunn. Félagssvæði Sameykis er allt landið en félagið skiptist í tvo hluta, opinberan hluta og almennan. Konur eru í meirihluta félagsmanna og flestir félagsmanna búa á stór höfuðborgarsvæðinu.

Hlutverk félagsins er:

  • Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum.
  • Að fara með fyrirsvar einstaklinga, sem aðild eiga að félaginu, við gerð kjarasamninga.
  • Á sama tíma hefur baráttan fyrir margs konar réttindamálum einkum farið fram á vettvangi heildarsamtakanna, BSRB.