Engjaskóli
Grunnskóli, 1.-7. bekkur
Vallengi 14
112 Reykjavík
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Hér færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Skóladagatal Engjaskóla
Hér finnur þú skóladagatal Engjaskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar þurfa nú að skrá mataráskrift í kerfi Matartímans og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matartímans/Abler.
Um Engjaskóla
Engjaskóli er grunnskóli í norðanverðum Grafarvogi og er fyrir nemendur í 1. -7. bekk. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti breytingar á skólastarfi í Grafarvoginum sem tóku gildi 2020-2021. Breytingin var sú að Vættaskóli og Kelduskóli sem voru heildstæðir grunnskólar með nemendur frá 1.-10. bekk yrðu að þremur aðskildum skólum. Tveir grunnskólar með nemendum í 1.-7. bekk, þ.e. Engjaskóli og Borgaskóli og Víkurskóli yrði safnskóli með nemendur í 8.-10. bekk.
Hlutverk Engjaskóla er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám, stuðla að alhliða þroska allra nemenda, að mennta ábyrga og hæfa þjóðfélagsþegna með það að markmiði að þeir verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar sem geta tekið virkan þátt í þróun samfélagsins og stundað frekara nám. Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám og teymisvinnu starfsfólks. Skólinn leggur einnig áherslu á heilsueflingu, umhverfismennt og nýsköpun. Við fylgjum uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Engjaskóli fylgir menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast“. Helstu áhersluþættir menntastefnunnar eru félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði.
Frístundaheimilið Brosbær er starfrækt í Engjaskóla og félagsmiðstöðinni Vígyn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir nemendur á miðstigi.
- Skólastjóri er Álfheiður Einarsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu og tengiliður er Olga Hrönn Olgeirsdóttir
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliður Engjaskóla er: Olga Hrönn Olgeirsdóttir
Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is
Skólastarfsemi
Kennsluáætlanir
Hér má finna kennsluáætlanir fyrir alla bekki ásamt upplýsingum um mat á stöðu nemenda.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Engjaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Engjaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skólaráð og nemendaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
Fulltrúar í nemendaráði og skólaráði 2023-2024
Skólastjóri
Fulltrúar starfsmanna
Berglind Waage umsjónarkennari
Gunnar Bessi Þórisson umsjónarkennari
Fanný Friðriksdóttir stuðningsfulltrúi
Varafulltrúar starfsmanna
Fulltrúi úr grenndarsamfélaginu
Arnór Ásgeirsson arnor@fjolnir.is
Fulltrúar foreldra
Varafulltrúar foreldra:
Fulltrúar nemenda
5. bekkur Gunnar Helgi Ingólfsson fulltrúi og Camilla Rún Sigurjónsdóttir, varafulltrúi
6. bekkur Agnea Snærós D. Ragnarsdóttir fulltrúi og Benedikt Sævarsson er varafulltrúi
7. bekkur Hákon Jensson er fulltrúi og Benóný Ingi Þorsteinsson er varafulltrúi
Undanþága frá skólasókn
Hér má nálgast eyðublað til að sækja um tímabundna undanþágu frá skólasókn.
Skólahverfi Engjaskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla.
Engjaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: Bakkastöðum, Barðastöðum, Brúnastöðum, Fróðengi, Garðsstöðum, Gullengi, Laufengi, Reyrengi, Starengi og Vallengi.