Heidarborg Preschool

Preschool with a Nursery Division

Selasbraut 56
110 Reykjavik

""

Um leikskólann

Leikskólinn Heiðarborg var stofnaður í júní árið 1990 í Seláshverfi, útjaðri Reykjavíkur og þar starfa um 20 manns. Á Heiðarborg eru um 70 börn á fjórum deildum en deildirnar heita Bali, Laut, Lundur og Bekka. Opnunartími Heiðarborgar er frá 07:30 til 17:00.

Leikskólastýra er Jóhanna Benný Hannesdóttir

 

Leikskólinn Heiðarborg

Erla Stefánsdóttir og Antonía Lárusdóttir unnu myndbandið fyrir skóla- og frístundarsvið Reykjavíkur. 

Hugmyndafræði

Einkunnarorð Heiðarborgar er vinátta gleði og virðing. Í leikskólastarfinu eru lagðar til grundvallar kenningar Howards Gardners um fjölgreindir ásamt kenningum John Deweys um reynslu, áhuga og virkni.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Þjónustumiðstöð Heiðarborgar

Leikskólinn Heiðarborg tilheyrir Austurmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar.

 

Starfsáætlun og skólanámskrá

Hér má finna hlekki á skólanámsskrá Heiðarborgar ásamt  starfsáætlun fyrir skólaárið 2022-2023. Þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi leikskólans.

Teikning af kennara að skoða skóladagatalið