Bjartahlid Preschool

Preschool with a Nursery Division

Graenahlid 24
105 Reykjavik

""

Um leikskólann

Opnunartími Björtuhlíðar er frá 07:30 til 16:30.

Leikskólinn Bjartahlíð varð til við sameiningu tveggja leikskóla; Hamraborgar og Sólbakka. Í sameinuðum leikskóla: Björtuhlíð, dvelja 116 börn á 6 deildum. Deildirnar Holt og Hlíð eru fyrir börn á aldrinum 12 mán - 3 ára. Furuhlíð (3 ára), Birkihlíð (4 ára), Reynihlíð (4-5 ára) og Grenihlíð (5-6 ára). Starfsmenn eru 30 talsins.

Leikskólastýra er Arndís Bjarnadóttir

 

Leikskólinn Bjartahlíð

Erla Stefánsdóttir og Antonía Lárusdóttir unnu myndbandið fyrir skóla- og frístundarsvið Reykjavíkur.

Hugmyndafræði

Gleði, samvinna og jákvæðni eru leiðarljós Björtuhlíðar

 

Í Björtuhlíð er lögð áhersla á að skapa lýðræðislegt og hvetjandi samfélag og eru fjölbreyttar leiðir nýttar til að efla alhliða þroska barnsins í leik og starfi. Þegar kemur að því að leggja línur í faglegu starfi leikskólans er helst horft til hugmyndafræði Reggio Emilia þó óneitanlega gæti annara áhrifa líka. Einnig hefur vísindaleikurinn, sem er ákveðin tegund náms í gegnum leik, haft mikil áhrif í leikskólastarfinu.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Þjónustumiðstöð Björtuhlíðar

Leikskólinn Bjartahlíð tilheyrir Vesturmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar.