Dýrahald

Reykjavíkurborg heldur úti öflugri þjónustu við gæludýr og eigendur þeirra. Borgin hefur einnig lagaskyldum að gegna varðandi villt dýr í neyð og dýr í lausagöngu. Íbúar geta fengið leyfi til að halda hænur og meindýravarnir eru þáttur í starfsemi borgarinnar. Sérstakar reglur gilda um búfjárhald og sinnir borgin fjallskilum í landi sínu. 

Hvað gerir Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR)?

Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) heldur utan um málefni gæludýra og annarra dýra sem lent hafa í hremmingum í borginni. DÝR annast umsýslu vegna skráningar dýra, fræðslu og upplýsingagjöf, föngun og vistun dýra í vanskilum og samskipti við aðrar stofnanir, dýraeigendur og hagsmunasamtök þeirra.

Vörsluskylda er á öllu búfé og er búfjárhald að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns. Hlutverk meindýravarna er að halda meindýrum í lágmarki með eyðingu þeirra, upplýsingagjöf og fyrirbyggjandi starfsemi.

DÝR hefur enn fremur eftirlit með þeim samþykktum sem gilda um dýrahald hverju sinni. Sérstakar verklagsreglur eru í gildi milli Dýraþjónustunnar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Hundur

Hundar

Skylt er að skrá hunda í Reykjavík.

Köttur

Kettir

Skylt er að örmerkja ketti.

Kanína

Dýr í neyð

Hvernig aðstoðum við dýr í neyð?

Hrútur

Búfé

Kindur, kýr, hestar og fleira búfé.

Minkur

Meindýr

Borgin rekur meindýravarnir.

Hani

Önnur dýr

Hænur og kanínur í borginni.

Upplýsingar varðandi hunda í Reykjavík

Með því að prenta út þetta skjal getur þú mögulega safnað undirskriftum og fengið samþykki fyrir dýrahaldi.

Dýraþjónusta Reykjavíkur

Hafa samband

 

  • Heimilisfang: Húsdýragarðurinn í Laugardal

  • Netfang: dyr@reykjavik.is

  • Sími: 822 7820

Ef erindið er brýnt ,er hægt að leita til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin og um helgar.