Dýrahald

Reykjavíkurborg heldur úti öflugri þjónustu við gæludýr. Íbúum er leyfilegt að halda hænur og meindýravarnir eru snar þáttur í starfsemi borgarinnar. Sérstakar reglur gilda um búfjárhald.
Hvað gerir Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR)?
Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) heldur utan um málefni gæludýra og annarra dýra sem lent hafa í hremmingum í borginni. DÝR annast umsýslu vegna skráningar dýra, fræðslu og upplýsingagjöf, föngum og vistun dýra í vanskilum og samskipti við aðrar stofnanir, dýraeigendur og hagsmunasamtök þeirra.
Vörsluskylda er á öllu búfé og er búfjárhald að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns. Hlutverk meindýravarna er að halda meindýrum í lágmarki með eyðingu meindýra, upplýsingagjöf og fyrirbyggjandi starfsemi.
DÝR hefur enn fremur eftirlit með þeim samþykktum sem gilda um dýrahald hverju sinni. Sérstakar verklagsreglur eru í gildi milli Dýraþjónustunnar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.






Vantar þig samþykki vegna dýrahalds?
Með því að prenta út þetta skjal getur þú mögulega safnað undirskriftum og fengið samþykki fyrir dýrahaldi.

Dýraþjónusta Reykjavíkur
Hafa samband
-
Heimilisfang: Húsdýragarðurinn í Laugardal
-
Netfang: dyr@reykjavik.is
-
Sími: 822 7820
Ef erindið er brýnt ,er hægt að leita til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin og um helgar.