Dýr í neyð

Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) sér um föngun og vistun dýra í vanskilum og móttöku dýra í hremmingum. Þá hefur DÝR einnig samskipti við aðrar stofnanir, dýraeigendur, hagsmunasamtök þeirra og borgarbúa. Ávallt skal tilkynna um illa meðferð á dýrum.

Slæm meðferð á dýrum

Ábendingar um illa meðferð á dýrum skal tilkynna umsvifalaust til Matvælastofnunar eða lögreglunnar. Tilkynningar til  Matvælastofnunar er æskilegast að senda í gegnum Ábendingakerfi Matvælastofnunar, en einnig er mögulegt að tilkynna símleiðis eða í tölvupósti.

Týnd gæludýr

Ef þú finnur dýr í Reykjavík sem þú heldur að hafi orðið viðskila við eiganda sinn getur þú haft samband við Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR) í síma 822-7820 þar sem starfsfólk getur aðstoðað. Oftast eru til dæmis hundar og kettir með örmerki sem þarf sérstaka örmerkjalesara til að lesa af. Ef dýrið finnst utan Reykjavíkur er best að leita til Heilbrigðiseftirlits eða þjónustuvers í viðkomandi sveitarfélagi einnig getur lögregla aðstoðað. Einnig eru nokkrir hópar inni á Facebook sem geta verið hjálplegir.

Dýraþjónusta Reykjavíkur

Hafa samband

  • Heimilisfang: Húsdýragarðurinn í Laugardal
  • Netfang: dyr@reykjavik.is
  • Sími: 822 7820

Ef erindið er brýnt er hægt að leita til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin og um helgar.