Reykjavíkurpistill - Bókmenntaborgin

 

Reykjavíkurpistill

Reykjavík bókmenntaborg UNESCO: Auglýst eftir umsóknum í „Reykjavíkurpistill“ 2025.

Við bjóðum blaðamanni eða fræðimanni frá Seattle Bókmenntaborg UNESCO að verja 2-4 vikum í að kynna sér og skrifa um samtímabókmenntir í Reykjavík á árinu 2025. Bókmenntaborgin Reykjavík greiðir fyrir flug og gistingu í Gröndalshúsi og allt að 1.200 evrur í dagpeninga.

Einstaklingurinn sem fyrir valinu tekur að sér að skrifa metnaðarfulla grein með áherslu á samtímabókmenntir í Reykjavík. Þetta gætu verið upprennandi rithöfundar, reyndir höfundar, bóksalar eða útgefendur, en áherslan verður að vera á íslenskar samtímabókmenntir. Lokaverkið þarf að hafa tryggt sér útgáfuvettvang og verður þýtt til útgáfu á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins er að ýta undir metnaðarfull skrif um bókmenntamenningu Reykjavíkur í samtímasamhengi. Markmiðið er að endurtaka leikinn árlega þar sem þátttakendum frá ólíkum bókmenntaborgum UNESCO er boðið hverju sinni. 

Gestadvölin er í boði fyrir reynda rithöfunda, ritstjóra, þýðendur, ljóðskáld, gagnrýnendur, bókmenntafræðinga, blaðamenn og fræðimenn með tengsl við Bókmenntaborgina Seattle.

Mikilvægar dagsetningar:

  • Opnað fyrir umsóknir: 2. október 2024
  • Skilafrestur: 15. nóvember 2024
  • Tilkynning um val: 15. desember 2024

Nauðsynleg gögn:

  • Útdráttur úr útgefnum texta (á frummáli eða ensku)
  • Æviágrip/ferilskrá
  • Lýsing á fyrirhuguðum rannsóknaráherslum og birtingu

Hvernig á að sækja um:

  • Fylltu út umsóknareyðublaðið hér að neðan og sendu inn nauðsynleg gögn fyrir 15. nóvember 2024.

Tengiliður: