Sólheimar 29-35 til sölu undir leikskóla

Reykjavíkurborg leitar að áhugasömum kaupanda að Sólheimum 29-35, Reykjavík, undir leikskóla.

Reykjavíkurborg áætlar að selja fasteign sína við Sólheima 29-35, Reykjavík. Birt heildarstærð er um 1120 m2. Eignin skiptist þannig að Sólheimar 29-33, byggingarár 1961, er 420 m2 og Sólheimar 35, byggingarár 1960, er um 700 m2

Sólheimar 29-35

Byggingin er seld fullgerð á byggingar- og matsstigi 7, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, s.s. fasteignum og mannvirkjum sem á lóðinni standa, þar með talið tilheyrandi lóðar- og sameignarréttindi. Stærð lóðar skv. lóðarleigusamningi er 2437 m2. Alls eru 11 íbúðir í húsnæðinu í dag. 

Seljandi leggur ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir Reykjavíkurborg allan nauðsynlegan aðgang til þess. 

Skilyrði fyrir sölunni er að kaupandi útbúi og reki leikskóla fyrir börn úr Reykjavík í húsnæðinu. Verður kvöð þess efnis þinglýst á eignina. 

Auk kvaða skv. lóðarleigusamningi er stefnt að því að þinglýsa eftirfarandi kvöðum á eignina:  

  • Reykjavíkurborg hefur forkaupsrétt að eigninni. 
  • Kvöð um rekstur leikskóla.  

Um söluna gilda lög um fasteignakaup nr. 40/2002 og verklagsreglur borgarráðs um kaup og sölu fasteignaeigna hjá Reykjavíkurborg, dags. 3. september 2020, sem verður fylgt eins og við getur átt. 

Kauptilboðum skal skila hér. 

  • Frestur til að skila tilboði er 24. júlí 2024.  

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.   

Eignin verður sýnd skv. samkomulagi og skal beiðni þess efnis ásamt fyrirspurnum send á netfangið esr@reykjavik.is