Perlan til sölu: Eitt glæsilegasta kennileiti Reykjavíkur

Reykjavíkurborg leitar að áhugasömum kaupendum að Perlunni og tveimur tönkum, Varmahlíð 1, Reykjavík.

Perlan er einstakt kennileiti í Reykjavík, staðsett efst í Öskjuhlíðinni í nálægð við eina helstu útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins. Arkitekt byggingarinnar er Ingimundur Sveinsson og var byggingin vígð árið 1991. Perlan hvílir ofan á sex hitaveitugeymum. 

Perlan til sölu

Perlan er einn af aðal áfangastöðum ferðamanna í borginni og frá útsýnispallinum er magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Fjöldi sýninga er í Perlunni, þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Veitingasalur er í glerhvolfinu með gólfi sem er með snúningsmöguleika ásamt fullbúnu eldhúsi.

Perlan er stálgrindarhús en stálgrindin hefur er m.a. það hlutverk að tengja saman hitaveitugeyma og mynda hvolfþak auk þess sem grindin, sem er hol að innan, er einnig ofnakerfi Perlunnar. 

Perlan til sölu

Eignin skiptist skv. eftirfarandi:

F2032823 Skráð skv. Þjóðskrá: 4458,9 m2 Samkomuhús
F2505273 Skráð skv. Þjóðskrá:   845,7 m2 Safn
F2505274 Skráð skv. Þjóðskrá:   498,8 m2 Stjörnuver
  Samtals: 5.803,4 m2  

Byggingarréttur skv. gildandi deiliskipulagi frá 14. september 2017 er 1238,5 m2.

Leigusamningur um Perluna og tankana tvo er í gildi til ársins 2040.

  • Lágmarksverð er 3.500.000.000,-
Perlan til sölu að nóttu til

Söluferlið skiptist í tvö þrep: 

Á fyrra þrepi er áhugasömum kaupendum boðið að leggja inn umsókn. Umsókn skal fylgja:

  • Ítarlegar upplýsingar um kaupanda, 
  • Yfirlýsing bjóðanda um greiðslugetu eða staðfesting á fjármögnun vegna kaupanna (Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að fá staðfestingu frá fjármálastofnun á síðari stigum)
  • Umboð ef kaupin eru gerð í nafni þriðja aðila eða félags. 
  • Upplýsingar um hver eru fyrirhuguð áform varðandi eignina.

Umsóknum skal skilað hér.

  • Lokafrestur til að skila umsókn er 25. júlí 2024. 

Haft verður samband við umsækjendur að lokinni yfirferð.

Á öðru þrepi verður umsækjendum sem skilað hafa fullnægjandi gögnum á þrepi 1:

  • Afhent ítarlegri gögn og boðið upp á skoðunarferð um eignina.
  • Boðið að senda inn fyrirspurnir og verða fyrirspurnir og svör við þeim birt öllum umsækjendum. 
  • Boðið að skila inn bindandi tilboði. 

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.  

Stefnt er að því að þinglýsa eftirfarandi kvöðum á eignina: 

  • Reykjavíkurborg hefur forkaupsrétt að eigninni.
  • Kvöð um að húsnæði, bílastæði og lóð verði opið almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegri gjaldtöku. 
  • Kvöð um að grunnskólabörn í skólum Reykjavíkur geti heimsótt safnið sem verður rekið í húsinu endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni 1 til 10 bekk.

Um söluna gilda lög um fasteignakaup nr. 40/2002 og verklagsreglur borgarráðs um kaup og sölu fasteigna hjá Reykjavíkurborg, dags. 3. september 2020, sem verður fylgt eins og við getur átt.

Perlan á ljósahátíð

Gögn sem fylgja auglýsingu á 1. þrepi:

  • Fasteignamat útgefið af Þjóðskrá fyrir hvert fastanúmer
  • Lóðarleigusamningur
  • Gildandi deiliskipulag frá árinu 2017
  • Þinglýst eignaskiptayfirlýsing

Umsóknum skal skila hér.

Annað:

  • Frétt um söluna á vef Reykjavíkurborgar finnur þú hér

Myndir