Akstursbann hópbifreiða
Tilgangur akstursbannsins er að draga úr akstri um miðborg Reykjavíkur og tryggja þannig að samlíf miðborgarbúa, ferðaþjónustunnar og gesta borgarinnar verði sem best.
Hvaða hópbifreiðar?
Akstursbannið gildir fyrir bifreiðar sem eru yfir 8 metrar að lengd og allar hópbifreiðar eins og þær eru skilgreindar í 9. grein laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (nr. 28/2017). Það þýðir að bannið nái m.a. yfir hópbifreiðar sem taka færri en 9 farþega, s.s. sérútbúnaðar bifreiðar til dæmis til fjallaferða. Átt er við bifreiðar sem eru notaðar í atvinnurekstri í tengslum við ferðaþjónustu.
Helstu atriði:
- óheimilt er að aka um götur innan skyggða svæðisins á kortinu.
- athugið að heimilt er að aka um Lækjargötu.
- ökutæki merkt Reykjavíkurborg, skólabifreiðar og akstursþjónusta fatlaðra eru undanþegin banninu.
Athugið að ökutæki merkt Reykjavíkurborg, skólabifreiðar og akstursþjónusta fatlaðra eru undanþegin þessu banni.