17. júní - Aðgengi

Auðlesinn texti

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður fjölbreytt dagskrá. 

Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju. Tónleikar, götuleikhúsið, dansveisla, sirkus, hoppukastalar og leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarðinum. 

Á tónleikunum koma fram;

  • Emmsjé Gauti
  • Inspector Spacetime
  • Gugusar
  • VÆB

Einnig mun Leikhópurinn Lotta, Lína Langsokkur og ýmsir danshópar koma fram.

Á Klambratúni verður plötusnúður, danshópar, Þorri og Þula   og matarvagnar.

Strætó bílastæði og aðgengi

Allar helstu leiðir Strætó ganga í miðborgina á 17. júní, en gera má ráð fyrir einhverjum breytingum á leiðakerfinu vegna götulokana (götulokunarkort hér). Upplýsingar um leiðakerfið er að finna á vef Strætó.

Hægt verður að leggja bílum við Tækniskólann. Aðgengi að bílastæðinu er um Bergþórugötu. 

Aðgengi er í öll bílastæðahús á 17. júní,

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða í nálægð við Hljómskálagarð er á Tjarnargötu, í bílakjallara Ráðhússins (aðgengi í lyftur ráðhússins loka kl. 18:00) og við Túngötu.

Gott aðgengi er fyrir öll í Hljómskálagarð. 

Hjólastólapallur verður fyrir framan svið í Hljómskálagarði.

Allir viðburðir og þjónusta á vegum Reykjavíkurborgar skal mæta þörfum ólíkra hópa í samræmi við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.

Fyrir ferðaþjónustuaðila

Sleppistæði 1, 2 og 3 verða óvirk til kl. 14:00.

Sleppistæði 8 við Hallgrímskirkju verður óvirkt á mill 10:00-13:00