17. júní - Kort
Kort af hátíðarsvæðinu
Á 17. júní verða götulokanir og raskanir á umferð í miðborginni frá kl. 7:00-18:00.
Nánari upplýsingar hér fyrir neðan:
Í tengslum við morgunathöfn á Austurvelli verður eftirfarandi götum lokað frá kl. 7:00 - 13:00:
- Göturnar Skólabrú, Kirkjustræti, Pósthússtræti. Templarasund og Vonarstræti verða lokaðar.
- Á milli kl 12:00 - 12:30 verða takmarkanir á umferð um Suðurgötu, Túngötu og Aðalstræti.
Í tengslum við skrúðgöngu sem fer frá Hallgrímskirkju og gengið er inní Hljómskálagarð verður eftirfarandi götum lokað á milli kl. 12:00 - 14:00:
- Eiríksgata/Barónsstígur, Eiríksgata/Njarðargata, Frakkastígur/Bergþórugata, Skólavörðustígur/Bergstaðarstræti og Bankastræti.
- Takmarkanir verða á umferð um þær götur sem þvera Skólavörðustíg og Bankastræti: Kárastíg, Bjarnarstíg, Baldursgötu, Týsgötu, Ingólfsstræti, Þingholtsstræti og Skólastræti.
- Lækjargata frá Hverfisgötu, Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata og Skothúsvegur vestan Fríkirkjuvegs. Skálholtsstígur er lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata er lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata er lokuð norðan við Bragagötu.
- Laugavegur verður opinn að Frakkastíg.
Í tengslum við fjölskyldudagskrá í Hljómskálagarði verða eftirfarandi götum lokað frá kl. 14:00 - 18:00:
- Fríkirkjuvegur frá Vonarstræti, Sóleyjargata og Skothúsvegur vestan Fríkirkjuvegs.
- Skálholtsstígur er lokaður fyrir neðan Laufásveg. Bragagata er lokuð fyrir neðan Fjólugötu og Fjólugata er lokuð norðan við Bragagötu.
Fyrir ferðaþjónustuaðila:
- Sleppistæði 1, 2 og 3 verða óvirk til frá kl. 8:00 - 14:00.
- Sleppistæði 8 við Hallgrímskirkju verður óvirkt á mill 10:00 - 13:00.
