Pantanir og matseðlar fyrir heimsendan mat og hádegisverð í félagsmiðstöðvum

Heimsendur matur er fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og sjá sér ekki fært að borða í næstu félagsmiðstöð. Hér að neðan eru matseðlar á félagsmiðstöðvum og yfir heimsendan matGjaldskrá veitinga og fæðis, bæði heimsent og í móttökueldhúsum.

 • Matsalurinn í eldhúsinu við Vitatorg.
  Matsalurinn í eldhúsinu við Vitatorg.
 • Heimsendur matur er hraðkældur og plastpakkaður með nákvæmum leiðbeiningum um geymsluþol og meðferð.
  Heimsendur matur er hraðkældur og plastpakkaður með nákvæmum leiðbeiningum um geymsluþol og meðferð.
 • Dæmi um heimsenda máltíð. Hangikjöt, kartöflur, blandað grænmeti og uppstúf. Eplakaka og rjómi í eftirrétt.
  Dæmi um heimsenda máltíð. Hangikjöt, kartöflur, blandað grænmeti og uppstúf. Eplakaka og rjómi í eftirrétt.
 • Dæmi um heimsenda máltíð. Lambakjötsbollur, kartöflur og hrásalat.
  Dæmi um heimsenda máltíð. Lambakjötsbollur, kartöflur og hrásalat.
 • Lúða, kartöflur og salat.
  Lúða, kartöflur og salat.
 • Forrettur - fiskikæfa á salati.
  Forrettur - fiskikæfa á salati.

Hádegisverður í félagsmiðstöðvum

Öllum er frjálst að snæða hádegisverð á næstu félagsmiðstöð velferðarsviðs, sem býður upp á heitan mat í hádeginu, en hringja þarf á viðkomandi stað samdægurs fyrir kl. 9.00 og panta máltíðina. Hægt er að sjá verð á máltíðum í gjaldskrá og matarmiða er hægt að kaupa hjá starfsfólki eldhúsa í félagsmiðstöðvum.  Athugið að félagsmiðstöðvar velferðarsviðs bjóða hádegismat alla virka daga en hins vegar er hægt að fá heimsendan mat um helgar og það er opið alla daga ársins á Vitatorgi við Lindargötu 59. 

Vikumatseðill á félagsmiðstöðvum og á Vitatorgi

Mánudagur 22. janúar

Soðin ýsa með kartöflum smjöri og majónessalati. Spergilkálsúpa

Þriðjudagur 23. janúar

Slátur, (blóðmör og lifrapylsa) rófustappa. kartöflur og flatbrauð. Skyr

Miðvikudagur 24. janúar

Lambagúllas með heitu kartöflusalati, rauðkáli og sultu. Kaldur eplagrautur með rjómablandi

Fimmtudagur 25. janúar

Ofnbakaður fiskur með skelfisksósu, steinseljukartöflum og soðnu grænmeti. Rósakálssúpa

Föstudagur 26. janúar

Steikt kjúklingalæri með bökuðum kartöflum, sveppasósu og hrásalati. Sjávarréttapaté, salat, hvítlauksbrauð og chantily sósa

Laugardagur 27. janúar

Fiski lasagne  með paprikusósu, kartöflum og salati. Grænmetissúpa

Sunnudagur 28. janúar

Lambasnitsel með soðnum kartöflum, kryddsmjöri og rauðkáli. Kokteilávextir og rjómi

Matseðill í eldhúsi Vitatorgi og félagsstarfi í janúar - 11. febrúar 2018

Heimsendur matur

Heimsendur matur þessa viku

Mánudagur 22. janúar

Pönnusteiktur fiskur með steinseljukartöflum, salati og jógúrtsósu.Grænmetissúpa

Þriðjudagur 23. janúar

Bayonne skinka með sykurbrúnuðum kartöflum, grænmeti og brúnni sósu. Eplakaka með rjóma

Miðvikudagur 24. janúar

Soðin ýsa með kartöflum, smjöri og majónessalati. Spergilkálssúpa

Fimmtudagur 25. janúar

 Slátur, (blóðmör og lifrapylsa) rófustappa, kartöflur og flatbrauð. Skyr

Föstudagur 26. janúar

Lambagúllas með heitu kartöflusalati, rauðkáli og sultu. Rósenkálssúpa

Laugardagur 27. janúar

Ofnbakaður fiskur með skelfisksósu, steinseljukartöflum og soðnu grænmeti. Grænmetissúpa

Sunnudagur 28. janúar

Steikt kjúklingalæri með bökuðum kartöflum, sveppasósu og hrásalati. Sjávarréttapaté, salat og chantily sósa

Heimsendur matur - matseðill 8. janúar - 11. febrúar. 

Heimsendur matur - leiðbeiningar

Ferill umsóknar/þjónustu

Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðva í viðkomandi hverfum með hliðsjón af lögheimili sínu. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma, skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450. Sótt er um heimsendan mat á þjónustmiðstöðum borgarinnar og hvar miðast við lögheimili umsækjanda. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á Rafrænni Reykjavík.  Fylla þarf út umsókn um heimsendan mat (sjá í bláa rammanum hér efst) og skila á þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma fyrirspurnum og almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðvar í hverfi viðkomandi og hvar miðast við lögheimili. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =