Pantanir og matseðlar fyrir heimsendan mat og hádegisverð í félagsmiðstöðvum

Heimsendur matur er fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og sjá sér ekki fært að borða í næstu félagsmiðstöð. Hér að neðan eru matseðlar á félagsmiðstöðvum og yfir heimsendan matGjaldskrá veitinga og fæðis, bæði heimsent og í móttökueldhúsum.

 • Matsalurinn í eldhúsinu við Vitatorg.
  Matsalurinn í eldhúsinu við Vitatorg.
 • Heimsendur matur er hraðkældur og plastpakkaður með nákvæmum leiðbeiningum um geymsluþol og meðferð.
  Heimsendur matur er hraðkældur og plastpakkaður með nákvæmum leiðbeiningum um geymsluþol og meðferð.
 • Dæmi um heimsenda máltíð. Hangikjöt, kartöflur, blandað grænmeti og uppstúf. Eplakaka og rjómi í eftirrétt.
  Dæmi um heimsenda máltíð. Hangikjöt, kartöflur, blandað grænmeti og uppstúf. Eplakaka og rjómi í eftirrétt.
 • Dæmi um heimsenda máltíð. Lambakjötsbollur, kartöflur og hrásalat.
  Dæmi um heimsenda máltíð. Lambakjötsbollur, kartöflur og hrásalat.
 • Lúða, kartöflur og salat.
  Lúða, kartöflur og salat.
 • Forrettur - fiskikæfa á salati.
  Forrettur - fiskikæfa á salati.

Hádegisverður í félagsmiðstöðvum

Öllum er frjálst að snæða hádegisverð á næstu félagsmiðstöð velferðarsviðs, sem býður upp á heitan mat í hádeginu, en hringja þarf á viðkomandi stað samdægurs fyrir kl. 9.00 og panta máltíðina. Athugið að félagsmiðstöðvar velferðarsviðs bjóða hádegismat alla virka daga en hins vegar er hægt að fá heimsendan mat um helgar og það er opið alla daga ársins á Vitatorgi við Lindargötu 59.  

Matseðill 11. september - 17. september

Matseðill 18. september - 24. september

Matseðill 25. september - 01. október

Heimsendur matur

Heimsendan mat er hægt að fá alla daga ársins

Heimsendur matseðill 11. september - 17. september

Heimsendur matseðill 18. september - 24. september

Heimsendur matseðill 25. september - 01. október

Heimsendur matur - leiðbeiningar

Ferill umsóknar/þjónustu

Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðva í viðkomandi hverfum með hliðsjón af lögheimili sínu. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma, skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450. Sótt er um heimsendan mat á þjónustmiðstöðum borgarinnar og hvar miðast við lögheimili umsækjanda. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á Rafrænni Reykjavík.  Fylla þarf út umsókn um heimsendan mat (sjá í bláa rammanum hér efst) og skila á þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma fyrirspurnum og almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðvar í hverfi viðkomandi og hvar miðast við lögheimili. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

19 + 1 =