Fréttasafn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti ráðstefnuna sem nú var haldin í 13. sinn.
14.02.2018
Um 450 grunnskólakennarar í borginni sóttu í dag árlega Öskudagsráðstefnu sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Menntastefna fyrir börn í borg og fjölluðu fyrirlesarar um helstu áhersluþætti stefnunnar. 
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri og  Anna María Þorkelsdóttir verkefnastjóri  taka á móti verðlaununum fyrir hönd Hólabre
14.02.2018
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framúrskarandi grunnskólastarf voru afhent við hátíðlega athöfn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í Hörpu í dag. Verðlaunin komu í hlut þriggja skóla; Hólabrekkuskóla fyrir verkefnið Snillismiðjuna, Fellaskóla fyrir verkefnið Framtíðarfell og Waldorfskólans Sólstafi fyrir verkefnið Lifandi tónlist í lifandi skólasamfélagi.
Vetrarfrí grunnskólanna: Frítt inn á Listasafn Reykjavíkur í fylgd með börnum og ritsmiðjur.
14.02.2018
Í tilefni af vetrarfríinu fá forráðamenn í fylgd með börnum frítt inn á safnið - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn, dagana 15.-18. febrúar. Listasafn Reykjavíkur býður auk þess upp á tvær tveggja daga ritsmiðjur fyrir 8-12 ára á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna Myrkraverk.
Handhafar Minningarverðlauna Arthurs Morthens í Norðlingaskóla.
14.02.2018
Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru afhent í annað sinn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í dag og komu í hlut Norðlingaskóla.
Börn bregða sér í gömul klæði.
14.02.2018
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni og Ljósmyndasafninu dagana 15.-18. febrúar. Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.
Markaður á Bernhöftstorfu
14.02.2018
Opnað verður fyrir úthlutun á nýjum leyfum fyrir götu- og torgsölu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:00  á vef Reykjavíkurborgar og þarf að vera með virkt aðgengi að Mínum síðum í Rafrænu Reykjavík til að geta sótt um.
14.02.2018
Innköllun á glútenlausri vöru „Trafo Tortilla Chips Chili“ vegna þess að hún inniheldur glúten.
Vetrarfrí í febrúar 2018, dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana.
13.02.2018
  Vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar er að skella á og hefst fimmtudaginn 15. febrúar.
Pækilsópur á ferð í Reykjavík.
13.02.2018
Pækilsópur sinnir sérstökum hjólastígum í borginni. Sópurinn er tilraunaverkefni í vetrarþjónustu hjólaleiða sem nú stendur yfir hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar. 
Starfsfólk sorphirðunnar óskar eftir liðsinni íbúa
12.02.2018
Öll hirða er mjög þung þessa dagana og því óskar starfsfólk sorphirðunnar eftir því við íbúa að þeir moki frá tunnum eins og mögulegt er.  „Við erum í Vesturbæ að hreinsa gráu tunnuna eða heimilissorpið og síðan austan Snorrabrautar að hreinsa grænu og bláu fyrir pappír og plast,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu. Á morgun verða þau í miðbænum.