Fréttasafn

Rauðu deplarnir tákna tré sem fella þarf.
13.01.2017
Á tilteknu flugöryggissvæði yfir Öskjuhlíð þarf að fella hæstu trén. Trén verða felld á næstu vikum en nýr trjágróður verði gróðursettur í stað trjánna sem felld verða. Trjástofnarnir verða notaðir í byggingu hofs Ásatrúarsafnaðarins.
13.01.2017
Nýr vefur sem styður við fjölmenningarlegt leikskólastarf. 
Borgarleikhúsið
13.01.2017
Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 11. janúar 1897. Félagið er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins.
13.01.2017
Yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna hjá dagforeldrum í Reykjavík eru ánægðir með þjónustu þeirra, eða 88%. 
12.01.2017
Byggingafélag námsmanna mun byggja 250 – 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína á næstu árum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Byggingafélags námsmanna og Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu þessa efnis.
Pasi Sahlberg
10.01.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að hefja vinnu við mótun menntastefnu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar fram til ársins 2030. 
10.01.2017
Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundastarfs 2017 vegna framsækins grunnskólastarfs og samstarfsverkefna.  
10.01.2017
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hrina: Vídeóverk úr safneign og sýningin Fantagóðir minjagripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur.
10.01.2017
Það var mikill fjöldi saman komin til að fagna endalokum á jólunum þetta árið í Vesturbæ Reykjavíkur. Hátíðin byrjaði við Melaskóla þar sem ungmenni úr grunnskólum Vesturbæjar sungu nokkur lög, þaðan var gengið niður að Ægisíðu þar sem kveikt var í brennunni og að lokum var flugeldasýning í samstarfi við KR. Skipuleggjendur vilja þakka öllum þeim sem komu á einn eða annan hátt við skipulagningu þessarar hátíðar og þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn sem voru: Landsbankinn, Vís,...
09.01.2017
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.