Fréttasafn

Kjartan Kjartansson eigandi Orr tekur við Njarðarskildinum, ljósmynd Ástríður Höskuldsdóttir
17.02.2017
Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn og er ferðamannaverslun ársins 2016. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hafnarhúsi, Listasafns Reykjavíkur í gær en þetta er í 21. skipti sem verðlaunin eru veitt.  
17.02.2017
Vöxtur og vaxtarverkir er yfirskrift Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 1. mars. Á ráðstefnunni, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, verður fjallað um hvernig fjölbreytt nám stuðlar að vexti allra nemanda.
Verið er að grafa á fullu fyrir grunni að nýrri byggingu við Hverfisgötu en á þessum reit munu rísa nær 40 íbúðir á næstu árum.
16.02.2017
Uppbygging hafin á Landsbankareit við Hverfisgötu.
Miðborg Helsinki
16.02.2017
Norræn höfuðborgarráðstefna er nú haldin í Helsinki í Finnlandi og stendur hún dagana 16.-17. febrúar.  
16.02.2017
Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.
Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga
15.02.2017
Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja Erró, Thomas Pausz, Curver Thoroddsen Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.  Einnig verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju. Thomas Pausz hönnuður á veg og vanda af endurbótunum. Við opnunina flytur listamaðurinn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró:...
15.02.2017
Á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar, verða umferðarljós á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi endurnýjuð.  Slökkt verður tímabundið á ljósunum eftir kl. 9.00 þegar morgunumferðin er að mestu gengin niður.
15.02.2017
Opnað verður fyrir umsóknir um götu- og torgsölu miðvikudaginn 15. mars kl. 9:00 á „mínum síðum” á vef Reykjavíkurborgar. Ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.
15.02.2017
Heilsueflandi hverfi er verkefni sem þjónustumiðstöðvar borgarinnar leiða og markmiðið það eitt að efla lýðheilsu í öllum hverfum borgarinnar meðal íbúa á öllum aldri með áherslu á börn og unglinga.
15.02.2017
Innritun barna f. 2011 í grunnskóla og innritun á frístundaheimili á næsta skólaári 2017-2018 frestast um viku vegna tæknilegra örðugleika.