Fréttasafn

Flaggað í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur vegna voðaverksins í Manchester.
23.05.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Andy Burnham, borgarstjóra í Manchester, samúðarskeyti vegna sprengjuárásarinnar í borginni í gærkvöldi þar sem fjöldi fólk lést eða slasaðist alvarlega.
Græna tunnan vinsæl
23.05.2017
Þrettán grænar tunnur undir plast eru að jafnaði pantaðar í hverri viku og hefur þeim fjölgað um 250 frá áramótum.
23.05.2017
Í Klettaskóla eru tíu nemendur að læra að stjórna tölvumús með augunum. Nemendur eru á ýmsum aldri og eiga það sameiginlegt að geta ekki tjáð sig með orðum. Nokkrir nemendur hafa augnstýribúnað sem þeir nota heima en flestir eru enn í þjálfun til að fá úr því skorið hvort þessi búnaður henti þeim sem tjáskiptaleið.  
22.05.2017
Mikið fjör var í Grandaskóla í morgun þegar þangað komu í heimsókn 22 nemendur og kennarar frá Ungverjalandi, Rúmeníu, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.    
Stokkandarkolla með myndarlegan ungahóp á Tjörninni í Reykjavík. Mynd: Björn Ingvarsson
22.05.2017
Varptíminn við Tjörnina er nú í hámarki og fyrstu ungarnir koma óvenju snemma úr eggjum. Því er mikilvægt að hætta brauðgjöfum því brauðið laðar að máfa sem einnig eiga til að éta litla unga.
19.05.2017
Þrír leikskólar fengu hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í dag en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhússins. Þá hlaut samstarfsverkefni þriggja leikskóla sérstaka viðurkenningu. 
Gelgjutangi í góðu veðri. Við Elliðaárvoginn er besta veðrið í Reykjavík samkvæmt veðurmælingum. Mynd: Reykjavíkurborg
19.05.2017
Nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt í auglýsingu fyrir Gelgjutanga í Vogabyggð og fer það í sex vikna formlegt kynningarferli í næstu viku. Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna.
18.05.2017
Skráning er hafin í sumarsmiðjur frístundamiðstöðvanna í Reykjavík fyrir 10-12 ára börn. 
18.05.2017
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hafa skrifað undir.
Sýning í Ráðhúsinu
18.05.2017
Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? verður þriðjudaginn 23. maí um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.