Ævintýrahöllin á Borgarbókasafninu í Grófinni

Mannlíf Menning og listir

Frá Ævintýrahöll Barnamenningarhátíðar í Borgarbókasafni Spönginni Grafarvogi í fyrra.
Tvö börn syngja í krakkarokki í Ævintýrahöllinni 2023, barnamenningarhátíð, blöðrur í forgrunni.

Við ljúkum Barnamenningarhátíð 2024 á Ævintýrahöllinni sem býður upp á spennandi menningardagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra um helgina, 27.-28. apríl, í Borgarbókasafninu Grófinni. Ævintýrahöllin hefur í gegnum tíðina flakkað á milli hverfa og nú er komið að Miðborginni. 

Dagskráin í Ævintýrahöllinni hefst á fjölskyldujóga og svo taka við fjölbreyttir dagskrárliðir. Ýmsar föndursmiðjur verða á staðnum og geta börnin meðal annars búið til mótmælaskilti, fána og vinabönd og málað á steina. 

Barnamenningarhátíð 2023, BMX brós sýna hjólalistir, einn hoppar á hjóli yfir liggjandi börn.

Frá Ævintýrahöll í Borgarbókasafni Spönginni í fyrra.

Krakkakarókí verður á sínum stað fyrir þau sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og syngja af hjartans list. Dans Brynju Péturs tryllir lýðinn með kraftmiklum danssporum, tröllið Tufti kemur í heimsókn og BMX Brós sýna hjólalistir. Einnig má nefna tónlistarsmiðju með Fusion Groove, sögustundir á pólsku og spænsku og sirkussýningu Hringleiks.

Öll velkomin!

Gleðilega Barnamenningarhátíð!

Dagskrá Barnamenningarhátíðar

Barnamenningarhátíð 2023, maður stendur á stæðu fyrir framan hóp af börnum, líklega að sýna töfrabrögð eða aðrar listir.

Frá Ævintýrahöll í Borgarbókasafni Spönginni í fyrra.