Fjölmenning í leikskóla

Í leikskólum borgarinnar eru um 18% barna af erlendum uppruna og í nokkrum skólum er hlutfallið mun hærra. Því er mikilvægt er að leikskólastarf í nútíma samfélagi endurspegli fjölbreytileika  mannlífsins. Framlag barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra auðgar daglegt starf leikskólanna með ýmsu móti og skapar tækifæri til að kynnast annarri menningu og tungumálum.

  • Drengir af ólíkum uppruna leika saman í leikskóla.

Í leikskólanum er lagður grunnur að íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en um leið er mikilvægt að styðja foreldra þeirra og hvetja til að nota og viðhalda móðurmáli sínu og virða sinn menningarlega uppruna. Samtökin móðurmál styðja við foreldra og eru með móðurmálskennslu í ýmsum tungumálum fyrir börn frá unga aldri.
Leikskólinn Sólborg er ráðgefandi leikskóli fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn og í íslensku táknmáli. 

Ýmsar upplýsingar á erlendum tungumálum fyrir foreldra

Á fjölmenningarvefnum www.allirmed.is eru margar hugmyndir um það hvernig leikskólar geta unnið með margbreytileikann og bætt þjónustu við alla foreldra. Sjá einnig vef um Menningarmót og námstoð Heilahristingur.

Ráðgjöf fyrir innflytjendur

Á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er innflytjendum boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu borgarinnar. Fjórir ráðgjafar veita þessa þjónustu og tala þeir íslensku, ensku, pólsku, og arabísku. Boðið er upp á þjónustu túlks ef viðkomandi talar önnur tungumál. Foreldrum er velkomið að leita til ráðgjafa Mannréttindaskrifstofu, aðstoðin er ókeypis og starfsmenn eru bundnir trúnaði. Nánari upplýsingar í síma 411 4155 (enska). 411 1140 (pólska). Netfang: immigrants@reykjavik.is

Pólskumælandi tungumálastuðningur

Magdalena Elísabet Andrésdóttir veitir stuðning við pólskumælandi leikskólabörn og fjölskyldur þeirra. Leikskólar geta óskað eftir aðstoð Magdalenu við að brúa bil á milli íslensku og pólsku í samskiptum við pólskumælandi foreldra og börn með það að markmiði að styðja við nám og leikskólagöngu barnanna. Sendið póst á magdalena.elisabet.andresdottir@reykjavik.is eða frida.b.jonsdottir@reykjavik.is. 

Túlkur

Ef þörf er á túlk bjóða m.a. Alþjóðasetur, Inter Cultural Iceland, og Jafnréttishús upp á túlkaþjónustu en gerðir eru rammasamningar um túlkaþjónustu í Reykjavík. Í Fjölmenningarsetri er veitt aðstoð og ráðgjöf. 
 

Verkefnastjóri og ráðgjafi vegna fjölmenningarlegs leikskólastarfs er Fríða B. Jónsdóttir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =