Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi

Leiðarljós í fjölmenningarlegu skóla- og frístundastarfi er að öll börn og ungmenni nái árangri í námi og leik, standi vel að vígi félagslega og fái jöfn tækifæri til að vera stolt af bakgrunni sínum og menningu. 

Í leik, námi og frístundum berum við virðingu fyrir hvert öðru, allir eru með á sínum forsendum og við erum fordómalaus í samskiptum.

 

Heimurinn er hér

Heimurinn er hér er stefna um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf eru þrjár meginstoðir

Túlkaþjónusta

Ef þörf er á túlk bjóða Alþjóðasetur, Inter Cultural Iceland og Jafnréttishús upp á túlkaþjónustu.

Leikskólinn

Á fyrsta skólastiginu er lagður grunnur að íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en um leið er mikilvægt að foreldrar fái stuðning til þess að nota og viðhalda móðurmálinu og virða menningarlegan uppruna sinn. Samtökin móðurmál styðja við foreldra og kenna fjölmörg móðurmál fyrir börn frá unga aldri.

Verkefnastjóri og ráðgjafi vegna fjölmenningarlegs leikskólastarfs er Saga Stephensen. 

Grunnskólinn

Öll börn eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í heimaskóla sínum, það á jafnt við um börn sem hafa annað móðurmál en íslensku og önnur börn. Allir skólar hafa sérstaka móttökuáætlun vegna barna með annað móðurmál en íslensku. Nokkrir skólar hafa vegna reynslu sinnar öðlast sérstaka færni í fjölmenningarlegum kennsluháttum. Það á t.d. við um Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Fellaskóla. Allir skólar geta sótt um viðbótarfjármagn vegna íslenskukennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.

Frístundastarf

Frístundamiðstöðin Tjörnin gegnir hlutverki þekkingarmiðstöðvar í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku og hefur gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum um mikilvægi frístundastarfs.