Útivistartími barna

Teikning af tveimur stálpuðum börnum.

Útivistartími barna og unglinga er samkvæmt barnaverndarlögum og segir til um hvað börn mega vera lengi úti. Foreldrar geta að sjálfsögðu sett sínar eigin reglur innan ramma útivistarreglna.

Útivistartími

Útivistartími yfir vetrartímann (1. september til 1. maí)

  • Börn 12 ára og yngri mega lengst vera úti til klukkan 20:00.
  • Börn 13 til 16 ára mega lengst vera úti til klukkan 22:00.

Útivistartími yfir sumartímann (1. maí til 1. september)

  • Börn 12 ára og yngri mega lengst vera úti til klukkan 22:00.
  • Börn 13 til 16 ára mega vera lengst úti til klukkan 24:00.
Teikning af blokk og leiktækjum á lóðinni.