Ljóslistaverk
Ljósaslóð Vetrarhátíðar
Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll sem er vörðuð með ljóslistaverkum.
Metfjöldi ljóslistaverka verða á Vetrarhátíð í ár, en alls lýsa 23 ljóslistaverk upp skammdegið á skapandi hátt og mynda skemmtilega gönguleið.
Margir þekktir listamenn taka þátt í ár þar á meðal eru Þórdís Erla Zoëga, Hrafnkell Sigurðsson, Fríða Ísberg, Sin Fang & Máni M. Sigfússon.
Upplifðu listaverk utandyra með þínum nánustu á þínum eigin hraða.
Ljóslistaverk og uppákomur þeim tengdum verður í gangi öll kvöld yfir hátíðina frá klukkan 18:30-22:30.