Verkfærakista starfsfólks - hinseginfræðsla

Í verkfærakistunni má meðal annars finna fræðslu, gagnlegar vefsíður, greinar, myndbönd og gátlista

Vefsíður og fræðsla

Ég á tvær mömmur og engan pabba er lokaverkefni á menntavísindasviði sem tekur fyrir hvernig leikskólar geta unnið að fræðslu um ólíkar fjölskyldugerðir. Verkefnið inniheldur nám og kennsluáætlun fyrir leikskóla. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Lokaverkefni

GLSEN er vefsíða samtaka um réttindi hinsegin nemenda

Hér er skólakönnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi. Menntavísindasvið HÍ, Samtökin '78 og GLSEN stóðu fyrir könnuninni. Efni: Jafnrétti - Hinsegin

Welcoming schools er vefsíða sem heldur utan um bandaríska verkefnið 'Welcoming schools'. Þar má finna fjölbreytt efni fyrir skóla til að verða hinsegin vænni. Á síðunni er einnig boðið uppá aðferðir til að svara spurningum frá nemendum sem tengjast á einhvern hátt hinsegin samfélaginu.

Teaching tolerance

Hér má finna tímarit fyrir kennara á PDF formi sem fjallar um umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum.

Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans

Málefni Trans barna

Stuðningsáætlun á ensku fyrir skóla, forráðamenn og trans nemendur. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans

Trans barnið - Bókin leiðir fjölskyldur og fagfólk í gegnum mörg grundvallaratriði fræðanna og áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans

Trans börn og íþróttir er bæklingur gefinn út af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands árið 2020. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans - Íþróttir

Trans fólk í kyngreindum rýmum er nytsamlegur bæklingur á íslensku og ensku, tengdur íþróttamannvirkjum. Leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við spurningum um trans fólk í kyngreindum rýmum.

 

Stonewall samtökin

Hér er vefsíða Stonewall samtakanna sem inniheldur fræðslu um það hvernig megi búa til hinseginvæna námsskrá og hinseginvænt námsumhverfi. Einnig er hlekkur á skjal búið til af samtökunum sem inniheldur fræðslu um það hvernig megi samþætta hinseginfræði inn í námsgreinar.

 

Gátlistar

Gátlistarnir eru útfærðir fyrir bæði grunnskóla- og leikskólastigið. Þeir eru aðgengilegir í pdf formi. Gott er að skoða efnið á þessari síðu samhliða því að fara yfir gátlistana.