Túlkaþjónusta
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að veita öllum íbúum góða þjónustu og sinna leiðbeininga- og upplýsingaskyldu. Samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar skal tryggja að fólk af erlendum uppruna eigi greiðan aðgang að þjónustu borgarinnar. Ávallt skal kalla til túlk þegar þörf er á því og/eða notandi óskar eftir því. Þjónustan er tryggt að kostnaðarlausu fyrir viðkomandi.
Rammasamningur Reykjavíkurborgar
Eftirfarandi fyrirtæki eru með rammasamning um túlka- og þýðingarþjónustu við Reykjavíkurborg. Gildistími samningsins er frá 27. júní 2022 til og með 27. júní 2026.
-
Alþjóðasetur , s.530-9300
-
Ling Túlkaþjónusta, s. 519-8585
-
Scriptorium, s.562-7504
-
Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands, s.517 93 45
-
Túlkaþjónustan, s.517-0606
-
Rafræna túlkaveitan Language Line.
Leiðbeiningar fyrir borgarbúa sem hafa ekki íslensku að móðurmáli
-
Þú getur þurft aðstoð túlks.
-
Reykjavíkurborg pantar túlka:
- í foreldraviðtölum í grunnskólum og leikskólum,
- við veitingu félagsþjónustu
- í barnaverndarmálum.
-
Stundum þarft þú að biðja um túlk sjálf/ur/t. Ekki vera hrædd/ur/t við að segja að þú þurfir þjónustuna. Þetta er þinn réttur.
-
Samkvæmt lögum eiga innflytjendur á Íslandi rétt á að fá túlk til heilsugæslu, þegar þeir hafa samband við lögreglu og fyrir dómstólum.
-
Viðkomandi stofnun á að borga fyrir túlkinn.
-
Túlkar eru bundnir trúnaði í störfum sínum.
Leiðbeiningar um notkun túlka í viðtölum fyrir starfsfólk
-
Börn skulu aldrei notuð sem túlkar.
- Kallaðu til túlk til að tryggja að réttar upplýsingar komist til skila þegar borgarbúar deila ekki sama tungumáli og þú.
- Tryggðu hlutleysi, trúnað og fagmannleg vinnubrögð í samskiptum við þá borgarbúa sem ekki deila sama tungumáli og þú.
- Kynntu þér vel leiðbeiningar Reykjavíkurborgar um túlka- og þýðingarþjónustu og siðareglur túlka.
- Kynntu þér rammasamninga um túlka- og þýðingarþjónustu og gildandi gjaldskrár.
Hafðu samband
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband.
- Netfang: tulkur@reykjavik.is