Til þjónustu reiðubúin

Blár bakgrunnur, hönd tekur lok af bakka til að sýna talbólur.

Þann 19. september 2024 stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um opinbera þjónustu í Grósku. Uppselt er í sal en við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig í frítt streymi.

Fyrir hádegi

08:30 – Hús opnar
09:00 – Opnunarávarp / Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra
09:15 – Making the Right Services Right, the Five Key Behaviours You Need / Adam Lawrence 
10:00 – Hverju þorum við næst? / Óskar J. Sandholt 
10:35 – Hlé
10:55 – Trees and Problems / Fanny Sanne Sissoko 
11:15 – Skimun og rannsóknir vegna kynsjúkdóma / Elísabet Reykdal  
11:35 – Stafrænt vinnuafl til þjónustu reiðubúið / Sigurjón Ólafsson
11:50 – Hádegismatur

Eftir hádegi

13:00 – A Mission-Driven Approach to Innovation / Cecilie Schulze  
13:40 – Á bakvið innleiðingartjöldin / Silja Lind Haraldsdóttir & Valý Þórsteinsdóttir 
13:55 – Opinber þjónusta - Hvernig stöndum við okkur? / Íris Huld Christersdóttir 
14:10 – Saga af plöntum / Eyrún Valsdóttir
14:30 – Hlé
14:45 – Hvernig lítur framtíð opinberrar þjónustu út? / Panelumræða
15:15 – Bad Services / Lou Downe
16:00 – Dagskrá lýkur
 

Nokkur praktísk atriði

Hvar: Hátíðarsalnum í Grósku, Bjargargötu 1 í Reykjavík.
Hvenær: 19. september milli klukkan 9 og 16. Húsið opnar klukkan 8:30.
Matur: Boðið verður upp á morgunhressingu, auk þess sem hægt er að kaupa hádegismat frá Eiríksdóttir á 2900 krónur.
Streymi: Skráning í streymi er hér. Mikilvægt er að skrá tölvupóstfang til að fá aðgang að hlekk á streymið.

Hvers vegna þjónustuhönnun?

Í síbreytilegum heimi er þjónustuhönnun sífellt að verða stærri hluti af hönnun og endurskipulagningu þjónustu. Markmið þjónustuhönnunar er að tryggja að þörfum notenda sé mætt og að upplifun fólks sé saumlaus, skilvirk og aðgengileg. Hjá Reykjavíkurborg er þjónustuhönnun mikilvægur þáttur í því að greina áskoranir og bæta upplifun íbúa af hinu opinbera kerfi.

Fjölbreytt erindi úr opinbera geiranum

Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmsar hliðar opinberrar þjónustu með áherslu á þjónustuhönnun og notendaupplifun. Boðið verður upp á rými til spjalls og tengslamyndunar, auk þess sem flutt verða fjölbreytt erindi, bæði frá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og stofnunum. Þá er gaman að segja frá því að fjöldi leiðandi sérfræðinga á heimsvísu munu taka þátt, þar á meðal Lou Downe, Adam Lawrence og Cecilie Bang Schulze.

Lou Downe

Lou er höfundur bókarinnar „Good Services: How to design services that work“. Bókin markaði kaflaskil í þjónustuhönnun á heimsvísu, en um er að ræða leiðarvísi um hvernig skuli hanna skilvirkar þjónustur.

 

Hán er fyrrum hönnunarstjóri breskra stjórnvalda og frumkvöðull í þjónustuhönnun innan opinbera geirans í Bretlandi.

 

Hán hefur einnig hefur verið valið á lista Creative Review yfir 50 mest skapandi leiðtoga Bretlands og á meðal 100 helstu áhrifavalda stafrænnar stjórnsýslu af Apolitical.

Lou Downe

Adam Lawrence

Adam er stofnandi ráðgjafafyrirtækisins WorkPlayExperience sem er leiðandi á sviði þjónustuhönnunar og notendaupplifunar.

 

Adam er gríðarlega reynslumikill fyrirlesari og einn helsti sérfræðingur veraldar þegar kemur að notendaupplifun. Hann er með bakgrunn sem grínisti og leikari sem hjálpar honum við magnaðan frásagnarstíl á fyrirlestrum.

 

Adam er meðhöfundur bókarinnar „This is Service Design Doing.“ Hann segist leggja áherslu á að fyrirlestrar séu upplýsandi og áhorfendur verði fyrir innblæstri.

Adam Lawrence

Cecilie Bang Schulze

Cecilie hefur leitt verkefni borgarbreytinga hjá Dönsku hönnunarmiðstöðinni (Danish Design Center).

 

Hún hefur sérfræðiþekkingu á sviði borgarþróunar og arkitektúrs og hefur leitt verkefni þar sem hönnun og borgarþróun mætast, bæði innan og utan Danmerkur.

 

Hjá Dönsku hönnunarmiðstöðinni hefur Cecilie unnið með opinberum aðilum sem og fyrirtækjum og aðstoðað þau við að beina nýsköpunarverkefnum sínum í réttan farveg með því að gera það sem hönnuðir gera hvað best, að útvíkka sjónarhornið og einbeita sér að þörfum fólks, samfélagsins og plánetunnar.

Cecilie Bang Schulze

Sjáumst í Grósku 19. september!

Við hlökkum til að hitta ykkur öll og verja með ykkur frábærum degi.

Einhverjar spurningar? Heyrðu í okkur í gegnum þjónustuver borgarinnar í síma 411 1111, á netspjalli eða í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is.