Þorrasel

Dagdvöl fyrir eldra fólk

Vesturgata 7
101 Reykjavík

""

Í Þorraseli er boðið upp á  fjölbreytta tómstundaiðju og virkni fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf félagslegan stuðning. Þar er einnig hægt að fá mat og hvíldaraðstöðu, aðstoð við böðun og heilsufarseftirlit. Sjúkraþjálfun er í boði fyrir fólk sem er með beiðni frá lækni um slíka þjónustu.  
Notendur eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis. Hægt er að nýta sér þjónustuna frá tveimur og upp í fimm virka daga í viku.

Forstöðumaður er Ásta Sigríður Sigurðardóttir.

Hvernig fæ ég pláss í Þorraseli? 

Til að geta fengið pláss í Þorraseli þarft þú að: 

  • Vera með lögheimili í Reykjavík 
  • Vera metinn í þörf fyrir dagdvöl 
  • Hafa hreyfifærni til daglegra athafna  
  • Hafa beiðni frá lækni, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa eða öðrum fagaðila 

Hvernig er sótt um dagdvöl í Þorraseli?  

Þú sækir um á Mínum síðum. Einnig er velkomið að panta tíma í heimsókn til að kynna þér starfsemina og fylla út umsókn á staðnum.  

Hvað gerist næst?

Eftir að þú sækir um er þér boðið í viðtal hjá forstöðumanni Þorrasels þar sem farið er yfir þarfir þínar. Í kjölfarið færð þú pláss eða ferð á biðlista, allt eftir aðstæðum hverju sinni.  

Fólk sem fær pláss í dagdvölinni er boðið í heimsókn þar sem farið er yfir fyrirkomulag starfsins, skipulag á akstri o.fl. Mikið er lagt upp úr því að fólk sem er að byrja að sækja Þorrasel fái góðar móttökur og því fær hver og einn þátttakandi sérstakan tengilið úr hópi starfsfólks.  

Fólk sem fer á biðlista fær reglulega símtöl þar sem upplýst er um stöðu mála.  

Hvað kostar að vera í Þorraseli? 

Vistunargjöld eru 1.313 kr. á dag sem notandi greiðir sjálfur. Auk þess eru greiddar 2.000 kr. í skemmtisjóð á mánuði.
   

Hvað ef ég kemst ekki í Þorrasel?

Tilkynna þarf fjarvistir fyrir kl. 8:30 í síma 535 2740.

Mikilvægt er að tilkynnt sé um lengri fjarvistir, s.s. vegna hvíldarinnlagna eða endurhæfingar með eins miklum fyrirvara ef hægt er. Notendur geta haldið plássi sínu í allt að átta vikur.